Viðskipti erlent

Telja að Sampo ætli að yfirtaka Topdanmark

Danskir sérfræðingar telja að finnski tryggingarrisinn Sampo ætli sér að yfirtaka danska tryggingarfélagið Topdanmark. Yfirtökutilboð sé á leiðinni.

Sampo hefur tvöfaldað eign sína í Topdanmark á undanförnu mánuðum og á nú 11% af hlutafé Topdanmark. Snemma í vor nam eignin 5%.

Per Grönborg hjá greiningardeild Danske Bank er ekki í vafa um að Sampo ætli sér að yfirtaka Topdanmark. Danska félagið passi mjög vel inn í Sampo. "Fái þeir stuðning frá stjórn Topdanmark munu þeir kaupa félagið," segir Grönborg í samtali við börsen.dk um málið.

Rune Majlund Dahl greinandi hjá Sydbank er sammála Grönborg en segir að ekki megi búast við að Sampo fái Topdanmark á einhverju útsöluverði.

Exista var til skamms tíma einn af stærstu hluthöfum í Sampo með tæplega 20% hlut. Exista seldi þann hlut í byrjun síðasta mánaðar og mun bókafæra um 217 milljarða kr. tap á sölunni á fjórða ársfjórðung ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×