Viðskipti erlent

Japanir hefja björgunaraðgerðir í Asíu

Óli Tynes skrifar
Frá Tokyo.
Frá Tokyo.

Það er að harðna á dalnum í Asíu. Vöxtur í iðnframleiðslu í Kína er til dæmis kominn niður í það lægsta sem sést hefur í sjö ár.

Á Vesturlöndum hefur einmitt verið litið til Kína að leggja sitt af mörkum til þess að reyna að stöðva niðursveifluna á alþjóðamörkuðum.

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu ekki kaupa svokallaðar eitraðar skuldbindingar þar í landi. Það er mál manna að það muni hafa áhrif út um allan heim.

Þessar eitruðu skuldbindingar eru á húsnæðismarkaðinum í Bandaríkjunum en það voru einmitt þær sem hrundu kreppunni af stað.

Vísitölur lækkuðu um alla Asíu í dag. MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 4,7 prósent og hefur þá lækkað um heil 48 prósent á þessu ári.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 4,7% í dag og hefur nú lækkað um 48% það sem af er þessu ári.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 5,3%,

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 5,2% og í Kína fór CSI 300 vísitalan niður um 4%.

Straits vísitalan í Singapúr lækkaði um 2,8% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 5,9%.

Japanar ætla að leggja Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til um 100 milljarða dollara til þess að styðja við efnahag þróunarlanda. Það eru um þrettán þúsund og áttahundruð milljarðar króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×