Viðskipti erlent

Norges Bank reiknar með að IMF standi við samkomulagið

Seðlabanki Noregs (Norges Bank) reiknar með því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) standi við samkomulag við Ísland um lán upp á rúma 2 milljarða dollara.

Þetta kemur fram í samtali við Audun Grönn yfirmann alþjóðasviðs Norges Bank á vefsíðunni E24.no. Audun segir einnig að Norges Bank reikni með að aðrar þjóðir sem gefið hafa vilyrði um lán standi við orð sín.

Stuðningur Norðmanna liggur fyrir en þeir ætla að veita okkur 80 milljarða kr. lán. Hinsvegar kemur fram hjá Audun að enn eigi eftir að ganga frá norskri ríkisábyrgð fyrir því láni.

"Kristin Halvorsen fjármálaráðherra hefur sagt að hún muni setja fram tillögu um ríkisábyrgðina í ríkisstjórn eins fljótt og auðið er," segir Audun.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×