Viðskipti erlent

Citigroup ætlar að segja upp allt að 50.000 manns

Citigroup áformar að segja upp allt að 50.000 manns á næstu mánuðum. Kæmu þessar uppsagnir til viðbótar við þær 23.000 stöður sem lagðar voru niður í september s.l..

Þetta kom fram hjá CNBC um helgina en haft var eftir talsmanni Citigroup að upplýsingum þessum sé komið á framfæri til að aðvara starfsmenn. Nákvæmt tala um uppsagnir liggi ekki fyrr en ljóst að þær verði mjög margar.

Samhliða þessu hefur Citigroup, sem er næststærsti banki Bandaríkjanna með hátt í 400.000 starfsmenn, í hyggju að selja frá sér deildir og loka öðrum í hagræðingarskyni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×