Fleiri fréttir

Philip Green keypti hlutinn í Moss Bros

Sir Philip Green keypti 28% hlutinn í Moss Bros sem seldur var í morgun. Timesonline segir að hluturinn hafi verið í eigu Baugs Group en Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn hafi verið í eigu Kaupþings.

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hríðlækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hríðlækkandi. Verð á Brent-olíu úr Norðursjó fór niður í 54 dollara á markaðinum í London í morgun og hefur ekki verið lægra síðan í ársbyrjun 2007.

Lækkun í Asíu og víðar

Hlutabréf lækkuðu í verði í Asíu í morgun í kjölfar lækkana nánast um allan heim en bréf hrundu í verði í London, París, Frankfurt og Wall Street.

Heimsmarkaðsverð á olíu fellur í 60 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu á mörkuðum í Bandaríkjunum fór niður í 60 dollara á tunnuna í dag. Ástæðan er að vonir manna hafa dvínað um að risavaxin innspýting Kínverja í efnahagslíf sitt muni draga úr kreppunni.

Danske Bank nefndur sem kaupandi að Carnegie

Danske Bank hefur verið nefndur sem hugsanlegur kaupandi Carnegie fjárfestingabankans. Sænska ríkið vill losa sig við Carnegie hið fyrsta en bankinn var þjóðnýttur í gær, mánudag.

Segja að salan á Sterling sé að komast í höfn

Skiptastjórar þrotabús Sterling flugfélagsins segja að salan á félaginu sé að komast í höfn. Samhliða kemur fram að um 400 af 1.100 starfsmönnum Sterling muni líklega halda vinnu sinni.

Porsche-stjórinn með 12 milljarða kr. í árslaun

Wendelin Wiedeking forstjóri Porsche bílaverksmiðjanna mun þéna árslaun upp á 12 milljarða kr. í ár. Þessi laun koma í kjölfar velheppnaðrar hlutafjáraukingar Porsche í VW sem setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn.

Vændiskonur í Frankfurt fitna í kreppunni

Þótt fjármálakreppan hafi leikið Frankfurt, helstu fjármálamiðstöð Þýskalands, grátt er mikil uppsveifla þar í gangi meðal vændiskvenna borgarinnar. Þær hafa aldrei haft meir að gera en þessa dagana við að "hugga" stressaða verðbréfamiðlara.

Evrópskir markaðir opna í mínus

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa opnað í mínus í morgun. Einna mest lækka hlutabréf á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 3,2% á fyrsta klukkutímanum.

Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið.

McDonalds þrífst vel í kreppunni

Hamborgarastaðir McDonalds um allan heim þrífast vel í kreppunni. Samkvæmt upplýsingum frá McDonalds Corp. jókst salan hjá þeim um 8,2% á heimsvísu.

Carnegie missir bankaleyfið

Fjármálaeftirlit Svíþjóðar hefur ákveðið að afturkalla bankaleyfi Carnegie fjárfestingarbankans. Þetta var kynnt á blaðamannafundi fyrir stundu. Sem kunnugt er af fréttum á Milestone, félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, 10 prósent í Carnegie í gegnum Moderna Finance.

Um 4.000 fá endurgreidda farmiða hjá Sterling

Um 4.000 manns, þarf af um 1.000 Danir, munu fá endurgreidda farmiða sína hjá Sterling flugfélaginu. Fólk þetta hafði greitt farmiða sína með alþjóðlegum greiðslukortum áður en Sterling varð gjaldþrota.

Evrópskir markaðir smitast af uppsveiflu í Asíu

Hlutabréfamarkaðir víða um heim tóku vel við sér í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja jafnvirði 586 milljarða Bandaríkjadala inn í hagkerfið til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar næst tvö ár. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fleiri telja aðgerðirnar geta haft jákvæð áhrif víða um heim.

Örlög Carnegie bankans í Svíþjóð ráðast í dag

Örlög Carnegie bankans í Svíþjóð ráðast í dag. Nánar tiltekið á hádegi að staðartíma í Stokkhólmi er fjármálaeftirlit landsins ákveður hvort Carnegie verði sviptur bankaleyfi sínu eða ekki. Milestone á um 10% í Carnegie í gegnum Moderna Finance.

Fjárfestar kátir í Asíu

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Asíu í nótt eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að dæla fé inn í efnahagslífið með það fyrir augum að blása lífi í hagkerfið.

Sterling laug allt fram að gjaldþroti

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi lágjaldaflugfélagsins Sterling segir að stjórn félagsins hafi gefið villandi upplýsingar um stöðu félagsins allt fram á síðasta dag.

Fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffet tilkynnir um gríðarlegt tap

Berkshire Hathaway, fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffet, eins ríkasta manns veraldar tilkynnti um 77% samdrátt á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Félagið tapaði rúmlega einum milljarði bandaríkjadollara á afleiðuviðskiptum og öðrum fjárfestingum auk slæmrar afkomu fyrirtækisins erlendis.

Hækkun í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag í fyrsta sinn þrjá daga í dag.

Obama gladdi bandaríska fjárfesta

Fjárfestar fóru væntanlega margir hverjir glaðir inn í helgina í Bandaríkjunum í dag eftir hækkun á þarlendum hlutabréfamarkaði í kjölfar verðfalls síðustu tvo daga á undan.

Íslandsferð gerði Sirkus Agora gjaldþrota

Íslandsferð Sirkus Agora frá Noregi gerði sirkusinn gjaldþrota. Þetta kemur fram í Sunnmöreposten. Forstjóri sirkusins segir í samtali við blaðið að hann verði að fara að vinna sem línudansari á ný.

Ungverjar fá 2.000 milljarða frá IMF

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að veita Ungverjum lán að upphæð 15,7 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmlega tvö þúsund milljörðum króna.

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Seðlabanki Evrópu lækkaði í morgun stýrivexti um fimmtíu punkta til að bregðast við samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er í annað sinn á minna en mánuði sem bankinn lækkar stýrivexti sína, en þeir eru nú 3,25 prósent.

Seðlabanki Sviss lækkar stýrivexti

Svissneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og fara vextir við það í tvö prósent. Vaxtaákvörðunin er í beinu framhaldi af vaxtalækkun evrópska seðlabankans, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Englandsbanki lækkar stýrivexti um 1,5 prósent

Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 1,5 prósent prósent fyrir stundu og fara vextirnir við það í þrjú prósent. Þetta er talsvert meira en reiknað var með en líkt og greint var frá í morgun spáðu því flestir að vextirnir færu niður um eitt prósent í mesta lagi.

RBS tapaði yfir 200 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna

Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði um einum milljarði punda eða yfir 200 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna í október. Þetta og önnur töp bankans gera það að verkum að hann stefnir í að skila tapi í ársuppgjöri sínu en það hefur aldrei gerst áður í sögu bankans.

Darling lánar 800 milljónir punda vegna Icesave

Fjármálaráðuneytið í Bretlandi mun lána breska innistæðutryggingasjóðnum 800 milljónir punda, um 164 milljarða íslenskra króna, til þess að standa straum af endurgreiðslum til breskra sparifjáreigenda sem áttu fé á Icesace reikningum. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Alistair Darling fjármálaráðherra sendi frá sér í dag.

Sjá næstu 50 fréttir