Viðskipti erlent

Paulson hættir við að kaupa upp undirmálslán

Henry Paulson fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gert umtalsverðar breytingar á 700 milljarða dollara björgunarpakka Bandaríkjastjórnar. Hætt er við áform um að kaup upp svokölluð undirmálslán á fasteignamarkaðinum. Í staðinn á að létta undir með öðrum lánum bandarískra neytenda.

Þetta kom fram í ræðu sem Paulson hélt í Washington í dag. "Skortur á lausafé hefur aukið við kostnað og takmarkað aðgang neytenda að bílalánum, námslánum og greiðslukortalánum," segir Paulson. "Þetta þyngir byrðarnar hjá bandarískum borgurum og dregur úr atvinnu."

Af þessum sökum eru Paulson og Seðlabanki Bandaríkjanna nú að vinna að nýjum áætlunum sem gæti hjálpað þeim hluta verðbréfamarkaðarins sem er með tryggingar í fasteignum en þær hríðlækka í verði þessa stundina. Hinsvegar er út úr myndinni að ríkið kaupi þessi verðbréf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×