Viðskipti erlent

Ikea-kona valin besti forstjóri Svíþjóðar

Hún er elskuð, virt og dáð af undirmönnum sínum og því hefur sænska tímaritið Chef ákveðið að kjósa Jeanette Söderberg forstjóra Ikea sem besta forstjóra Svíþjóðar á þessu ári.

"Hún er mjög heiðarleg, gáfuð, hugrökk og auðmjúk," segir einn af starfsmönnum Ikea í samtali við Chef. "Henni tekst svo sannarlega að tengja saman hug og hjarta."

Jeanette stýrir 6.500 starfsmönnum Ikea í Svíþjóð og það er almennt talið að leiðtogahæfileikar hennar hafi gert það að verkum að Ikea hefur sjaldan gengið betur en árin 2006 og 2007.

Og það er tekið eftir því að Jeanette þykist ekki of fín til að klæðast gulu treyjunni og setjast við búðarkassann í verslunum Ikea í Svíþjóð. Það gerir hún að jafnaði tvisvar í mánuði. Og þannig einmitt hófst ferill hennar 1983, sem kassadama í einu af vöruhúsum Ikea.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×