Viðskipti erlent

Bresk netherferð gegn Carlsberg vegna lokunnar brugghúss

Áætlanir Carlsberg um að loka Tetley brugghúsinu í Leeds hefur gert það að verkum að umfangsmikil netherferð er í uppsiglingu gegn danska bjórrisanum.

Carlsberg þarf að skera niður í kreppunni svipað og flest önnur fyrirtæki í Evrópu þessa stundina. Sökum þess tilkynnti Carlsberg í upphafi mánaðarins um að brugghúsinu Tetley yrði lokað og 170 starfsmönnum þess sagt upp störfum.

Hinsvegar hefur Tetley bruggað bjór allt frá árinu 1822 og það er eitt þekktasta borgartákn Leeds. Um leið og áform Carlsberg urðu ljós fór í gang mikil herferð í staðarblöðunum gegn lokuninni.

Nú hefur þessi herðferð breiðst út á netið og er orðin alþjóðleg. M.a. fá finna stuðningssíður við Tetley á vefsíðum eins og Facebook.

Það nýjast í málinu er að Carlsberg hefur opnað möguleika á að áfram verði bruggð hjá Tetley ef félaginu takist að fá samstarfsaðila til að reka brugghúsið með sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×