Fall Kaupþings truflar greiðslur fyrir úrvalsdeildarleikmenn 13. nóvember 2008 13:17 Singer & Friedlander (S&F) bankinn í London, dótturfélag Kaupþings, var umfangsmikill í viðskiptum með leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Eftir fall Kaupþings eru lán vegna margra leikmannakaupa í uppnámi enda stóð S&F að baki mörgum þeirra. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að félagaskipti leikmanna í úrvalsdeildinni eru nú orðin svo flókin og upphæðirnar svo háar að greiðslum fyrir leikmenn er oft dreift á 3 til 5 ára tímabil eða þann tíma sem reiknað er með að viðkomandi leikmaður sé hjá hinu nýja félagi. Klúbbarnir sem selja leikmenn geta hinsvegar fengið megnið af kaupverðinu greitt út í einu hjá bönkum sem fá síðan greiðsluna aftur í skömmtum á fyrrgreindum tíma með vöxtum. S&F bankinn var umfangsmikill á þessum markaði en eftir að hann komst í þrot hefur Barclays tekið yfir megnið af viðskiptum S&F og annast nú þessi lánamál fyrir meirihlutann af klúbbunum í úrvalsdeildinni. Chris Lee hjá íþróttadeild Barclaysn segir að viðskiptin séu meiri og líflegri nú en fyrir ári síðan. "Þar sem Singer & Friedlander er ekki lengur til staðar og lánsfé liggur ekki á lausu hafa margir klúbbarnir leitað til okkar," segir Lee í samtali við Bloomberg. Hinsvegar hafa nýjar reglur um starfsemi banka í Bretlandi gert það að verkum að þeir verða að eiga hærra hlutfall af eigin fé á móti lánum sínum. "Því er minna af fé í umferð og lánin eru orðin dýrari," segir Lee. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Singer & Friedlander (S&F) bankinn í London, dótturfélag Kaupþings, var umfangsmikill í viðskiptum með leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Eftir fall Kaupþings eru lán vegna margra leikmannakaupa í uppnámi enda stóð S&F að baki mörgum þeirra. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að félagaskipti leikmanna í úrvalsdeildinni eru nú orðin svo flókin og upphæðirnar svo háar að greiðslum fyrir leikmenn er oft dreift á 3 til 5 ára tímabil eða þann tíma sem reiknað er með að viðkomandi leikmaður sé hjá hinu nýja félagi. Klúbbarnir sem selja leikmenn geta hinsvegar fengið megnið af kaupverðinu greitt út í einu hjá bönkum sem fá síðan greiðsluna aftur í skömmtum á fyrrgreindum tíma með vöxtum. S&F bankinn var umfangsmikill á þessum markaði en eftir að hann komst í þrot hefur Barclays tekið yfir megnið af viðskiptum S&F og annast nú þessi lánamál fyrir meirihlutann af klúbbunum í úrvalsdeildinni. Chris Lee hjá íþróttadeild Barclaysn segir að viðskiptin séu meiri og líflegri nú en fyrir ári síðan. "Þar sem Singer & Friedlander er ekki lengur til staðar og lánsfé liggur ekki á lausu hafa margir klúbbarnir leitað til okkar," segir Lee í samtali við Bloomberg. Hinsvegar hafa nýjar reglur um starfsemi banka í Bretlandi gert það að verkum að þeir verða að eiga hærra hlutfall af eigin fé á móti lánum sínum. "Því er minna af fé í umferð og lánin eru orðin dýrari," segir Lee.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira