Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld höfða mál gegn Actavis vegna Digitek

Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál gegn dótturfélagi Actavis vegna hjartalyfsins Digitek.

Dótturfélagið, Totowa LLC, tók lyfið af markaði í apríl þar sem talið var að hluti þeirri taflna sem framleiddar höfðu verið innihéldi tvöfalt meira magn af virku efni lyfsins en þær ættu að gera.

Samkvæmt frásögn af málinu á Bloomberg-fréttaveitunni hefur Actavis síðan unnið að því endurbæta framleiðsluferlið í verksmiðju Totowa í New Jersey svo það samræmdist stöðlum Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA).

Einhver snuðra er hlaupin á þráðinn í þeirri vinnu því bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið málsókn gegn Totowa fyrir hönd FDA og gerir kröfu um að framleiðslan á Digitek verði stöðvuð.

John LaRocca, lögmaður Actavis, segir í samtali við Bloomberg að Totowa hefði óskað eftir því í síðasta mánuði að fulltrúar FDA kæmu í verksmiðjuna og gerðu úttekt á þeim breytingum sem gerðar hefðu verið. FDA hefði enn ekki svarað þeim óskum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×