Viðskipti erlent

Belgar brjálaðir út í Kaupþing

Um 500 manns komu saman við íslenska sendiráðið í Brussel í dag og kröfðust þess að fá aðgang að innlánsreikningum Kaupthing Edge. Hróp og köll voru gerð að bankanum og íslensku þjóðinni. Þá var stórri ávísum komið fyrir á útihurð sendiráðsins en tékkinn var upp á 230 milljón evrur sem mótmælendur segja að sé sú upphæð sem Belgar hafi lagt inn á reikning hjá Kaupþingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×