Viðskipti erlent

Stærsti banki Kína tapar 10 milljörðum á íslensku bönkunum

Dótturbanki Industrial & Commercial Bank of China (ICBC) í Hong Kong tilkynnti fyrir helgi að hann hefði tapað 600 milljónum HKdollara eða 10 milljörðum kr. á skuldabréfaeign sinni í íslensku bönkunum þremur. ICBC er stærsti banki Kína.

Hlutabréf í ICBC lækkuðu um 11% við þessi tíðindi á markaðinum í Hong Kong og hafa þau ekki verið lægri þar síðan árið 2003.

Samkvæmt frétt um málið á Wall Street Journal er áætlað að hagnaður ICBC á seinni helming þessa árs verði um 80% minni en á sama tímabili í fyrra. Frá áramótum hafa hlutabréfin í bankanum á markaðinum í Hong Kong lækkað um rúm 60%.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×