Viðskipti erlent

Þegar búið að borga 50 milljarða kr. til Icesave-eigenda

Tryggingarsjóður innistæðueigenda (FSCS) í Bretlandi hefur þegar borgað 250 milljón pund eða um 50 milljarða kr. til eigenda Icesave-reikninga í Bretlandi.

Fram kemur í frétt um málið í blaðinu Telegraph að um 10.000 Icesave eigendur hafi nú fengið innistæður sínar að greiddar.

FSCS byrjaði í síðustu viku að senda tölvupóst til takmarkaðs fjölda af Icesave-eigendum með upplýsingum um hvernig þeir gætu millifært af Icesave-reikningum sínum yfir á aðra reikninga.

Þetta þykir hafa heppnast það vel að töluvert meiri fjöldi Icesave-eigenda hefur nú fengið svipaðan tölupóst og sendur var í síðustu viku. Talskona FSCS segir í samtali við Telegraph að af öryggisástæðum muni þessir tölvupóstar verða sendir út í slumpum til Icesave-eigenda.

Alls munu um 300.000 Breta eiga innistæður á Icesave-reikningum og er heildarupphæðin talin nema yfir 4 milljörðum punda eða yfir 800 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×