Fleiri fréttir Nýtt nafn á MP banka og breskir auðkýfingar meðal eigenda Skipt verður um nafn á MP banka og hann verður eini bankinn á Íslandi sem ekki verður í eigu erlendra kröfuhafa eða ríkisins. Afar fjölbreyttur hópur fjárfesta tekur við, m.a breskir auðkýfingar með lögheimili á aflandseyjum og Skúli Mogensen. 7.4.2011 19:32 Icesave gæti sett strik í reikninginn Tap Seðlabanka Íslands nam 13 milljörðum á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir útskýringar á því sem aflaga fór í fjötrum persónuvarnar fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans. 7.4.2011 18:56 Seðlabankinn tapaði tæpum 14 milljörðum Tap Seðlabanka Íslands á síðasta rekstrarári nam 13,5 milljörðum króna. Þetta kom fram í ræðu Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs, á sérstökum afmælisaðalfundi bankans í dag. 7.4.2011 17:04 Erlend lausafjárstaða Íslands sjaldan sterkari Erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins hefur stórbatnað en forðinn var í lok febrúar 719 milljarðar króna, sem samsvarar 46 prósentum af landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ávarpi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á 50 ára afmælishátíð Seðlabanka Íslands í dag. 7.4.2011 16:45 Gift gert að greiða tæpan milljarð fyrir verðlaus verðbréf Eignarhaldsfélaginu Gift er gert að greiða Landsbankanum rúmar 900 milljónir vegna framvirkra samninga um kaup Giftar á hlutabréfum í Landsbankanum. Hæstiréttur Íslands snéri þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður sýknað Gift. 7.4.2011 16:40 Mikið spurt um lóðir í Kópavogi Dregið var á milli tveggja umsókna um lóð í Dalaþingi 25 í Kópavogi á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun. Þetta er í annað sinn sem dregið er á milli umsækjenda um lóð í Kópavogi eftir hrun. Kópavogsbæ hefur frá áramótum borist 11 umsóknir um lóðir fyrir sérbýli og 8 fyrir fjölbýli. Á sama tímabili í fyrra var einungis sótt um tvær sérbýlislóðir. Þá eru mikið spurt um lóðir í bænum. 7.4.2011 15:26 AGS þarf mögulega að gefa afslátt í apríl Fimmta endurskoðunin á áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er framundan í þessum mánuði. Svo virðist sem AGS þurfi að gefa afslátt af skilyrðum sínum fyrir því að samþykkja þessa endurskoðun. 7.4.2011 14:09 Lýsing lifir áfram Tryggt hefur verið að þeir viðskiptavinir Lýsingar, sem áttu inni fjármuni hjá félaginu í kjölfar gengislánadóma Hæstaréttar, hafi fengið eða muni fá þá að fullu greidda. Í fréttatilkynningu frá Lýsingu segir að nú þegar hafi um 99% einstaklinga sem áttu inni fjármuni eftir endurútreikning bílasamninga fengið inneign sína greidda. Unnið sé að því að ljúka endurútreikningi gagnvart fyrirtækjum. 7.4.2011 12:42 Danske Bank kynnir greiningu á íslensku efnahagslíf Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, mun næstkomandi þriðjudag, þann 12. apríl, kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi. 7.4.2011 11:34 Kaupa hlut í GogoYoko fyrir milljónir Nýsköpunarsjóðurinn Frumtak hefur fjárfest í tónlistarvefnum GogoYoko fyrir 55 milljónir króna. Viðskiptin eru háð áreiðanleikakönnun sem nú er í gangi, en búist er við því að fjárfest verði fyrir hærri upphæð síðar meir. 7.4.2011 10:03 Fær ekki starfslokagreiðslu Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri aflþynnuverksmiðjunnar Becromal við Krossanes á Akureyri, sagði starfi sínu lausu á þriðjudag og tók uppsögn hans samstundis gildi. 7.4.2011 09:30 Gistinóttum fjölgaði um rúm 3% í febrúar Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 80.400 en voru 77.800 í sama mánuði árið 2010. Þetta er aukning um 3% milli ár. 7.4.2011 09:02 Ósamið um 4,3 milljarða greiðslu "Þetta er bara í eðlilegum og góðum farvegi," segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um 4,3 milljarða lán bæjarins sem er á gjalddaga á morgun. 7.4.2011 09:00 Eigendur Tottenham og Banque Havilland inn í MP Banka Annar aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, Joe Lewis, er í nýjum hluthafahópi MP banka. Einnig mun breska Rowland-fjölskyldan, sem keypti rekstur Kaupþings í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland, vera í hluthafahópnum. 7.4.2011 08:34 Financial Times segir söluferli Iceland hafið Financial Times segir að slitastjórn Landsbankans sé að hefja söluferlið á verslunarkeðjunni Iceland sem er dýrmætasta eign þrotabúsins. 7.4.2011 08:00 Fasteignaveltan jókst um 68% í borginni milli ára í mars Alls var 409 samningum um fasteignir þinglýst í höfuðborginni í mars síðast liðnum. Þetta er rúmlega 68% aukning á fjölda samninga miðað við mars í fyrra. 7.4.2011 07:22 Skattar komi í veg fyrir framsal kvóta SjávarútvegurKoma á í veg fyrir kvótaframsal með skattlagningu, samkvæmt óbirtum tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu í fyrradag hugmyndir um að afnotatími útgerða af kvóta verði 35 ár, með möguleika á framlengingu í rúm 52 ár. Þá vilja samtökin að veiðileyfagjald miðist við hagnað fremur en framlegð útgerða. 7.4.2011 06:30 Greiðir tíu milljarða í arð Fjárfestingarfélagið Horn hagnaðist um 6,5 milljarða króna í fyrra samanborið við tæpa 4,5 milljarða árið á undan. Horn er dótturfélag Landsbankans og heldur utan um fjárfestingar bankans í skráðum og óskráðum fyrirtækjum. 7.4.2011 05:00 Lögmenn með ofurhagnað eftir hrun Nokkrar lögmannsstofur á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar meðal stærstu fyrirtækja á Íslandi út frá hagnaði eftir bankahrunið. Tíu stofur skiluðu saman hagnaði upp á 1,6 milljarða króna. 6.4.2011 18:50 Kvótabreyting gæti skekkt bankakerfið Ólíklegt er að stjórnvöld samþykki innköllun aflaheimilda á tuttugu árum. Slíkt getur leitt til gjaldþrots þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráða yfir allt að helmingi af aflaheimildum og haft mjög neikvæð áhrif á bankakerfið. 6.4.2011 13:00 Dótturfélag Landsbankans hagnaðist um 6,5 milljarða Hagnaður fjárfestingafélagsins Horns nam á síðasta ári 6,5 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur er á vef félagsins. 6.4.2011 10:33 Sæbýli þróar sjálfbært eldiskerfi Sæbýli ehf hefur þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle ) fyrir botnlæg sjávardýr eins og japönsk sæbjúgu, sæeyru eða ígulker. Sæbýli er nýsköpunarfyrirtæki sem byggir á grunni 20 ára þekkingarsöfnunar á sæeyrnaeldi. 6.4.2011 10:30 Yfir 600 milljón afgangur hjá Garðabæ í fyrra Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir árið í fyrra var 611 milljón kr. afgangur af rekstri sveitarfélagsins A og B hluta. Þar af var niðurstaða A hluta jákvæð um 470 milljónir kr. 6.4.2011 10:18 Vöruskiptin hagstæðari í ár en í fyrra Fyrstu tvo mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 85,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 67,0 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 18,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 17,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 0,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 6.4.2011 09:03 Góð afkoma hjá Akureyrarbæ í fyrra Góð afkoma var af rekstri Akureyrarbæjar í fyrra, samkvæmt ársreikningum bæjarins, sem hafa verið lagðir fram. 6.4.2011 07:46 FME veitir Auði Capital auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Auði Capital hf. auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. 6.4.2011 07:43 Lögin þjóna fyrst og fremst kröfuhöfum Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að lög efnahags- og viðskiptaráðherra sem Alþingi samþykkti í desember þjóni fyrst og fremst kröfuhöfum. Þau séu illa samin og skapi ekki þá sátt sem þau áttu að gera. Hann fullyrðir að þau standist ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrár. 5.4.2011 19:13 Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu Sigurjóns Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í byrjun desember hefur slitastjórnin stefnt Sigurjóni og krefst riftunar á 300 milljóna króna greiðslu bankaráðs bankans til Sigurjóns. 5.4.2011 16:25 Lyfjakostnaður lækkaði um 1150 milljónir Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna lyfja lækkaði um 1150 milljónir króna, eða um 10,7%, í fyrra þrátt fyrir að notkun mæld í dagskömmtum hafi aukist um 5,9%. Þetta kemur fram í frétt á vef Sjúkratrygginga. 5.4.2011 16:17 Meira en 1200 þúsund lítrar af áfengi seldust Alls seldust rétt rúmlega 1200 þúsund lítrar af áfengi í mars nýliðnum. Mest seldist af bjór, eða um ein milljón lítrar. Þá seldust um 124 þúsund lítrar af rauðvíni og um 77 þúsund lítrar af hvítvíni. 5.4.2011 14:45 Metfjöldi ferðamanna þriðja mánuðinn í röð Alls fóru 26.624 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum sem er lítilleg aukning, eða um 0,9%, frá því í mars í fyrra. Þrátt fyrir að aukningin varð ekki meiri að sinni þá er líklegt að þetta sé fjölmennasti marsmánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með er þetta þriðji metmánuðurinn í röð í þessum efnum. 5.4.2011 11:15 Gjaldeyrisþörf OR nemur 22% af forða Seðlabankans Gjaldeyrisþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Samkvæmt mati greiningar Arion banka þarf OR að útvega sér um 100 milljarða kr. í gjaldeyri fram til ársloka 2016. 5.4.2011 11:04 Hægt að greiða út tæpan þriðjung upp í Icesave Góð sjóðsstaða hjá þrotabúi Landsbankans gerir það að verkum að hægt er að greiða út 31% af kröfum úr þrotabúinu í dag. 5.4.2011 09:32 Rekstur N1 hefur verið yfirtekinn af lánadrottnum Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. 5.4.2011 09:11 Skuldatryggingaálag Íslands heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag á Ísland heldur áfram að lækka öfugt við margar Evrópuþjóðir þar sem álagið fer yfirleitt hækkandi. 5.4.2011 07:45 Ein hópuppsögn tilkynnt í mars Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsagnir í mars, þar sem sagt var upp 15 manns. Um er að ræða aðila í heilbrigðisþjónustu. 5.4.2011 07:39 Verulega dró úr veltu með gjaldeyri í mars Verulega dró úr veltunni á gjaldeyrismarkaðinum milli tveggja síðustu mánaða. Veltan í marsmánuði síðastliðnum nam rétt tæpum 3,8 milljörðum króna sem er rúmlega tveggja milljarða króna minni velta en í febrúar. 5.4.2011 07:04 Ríkið á 400 bújarðir Íslenska ríkið seldi um tvö hundruð bújarðir í sinni eigu á árabilinu 2000 til 2010. Þorri jarðanna var seldur fram til ársins 2007 en frá og með hrunárinu 2008 hafa samtals tuttugu jarðir verið seldar. 5.4.2011 07:00 Century varar við óvissu í Helguvík Erfitt eða ógjörlegt gæti orðið að afla orku til álvers Norðuráls í Helguvík fáist ekki orka samkvæmt fyrirliggjandi samningum við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Century Aluminum Co. þar sem fjallað er um áhættuþætti í rekstri. 5.4.2011 06:00 Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. 4.4.2011 18:30 Vita ekki hvernig á að borga vextina Meirihluti veit ekki eða vill ekki svara hvernig greiða á áfallna vexti af Icesave III. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem Miðlun gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 21. - 28. mars 2011. 4.4.2011 14:30 Nítján milljarða viðskipti með hlutabréf Heildarviðskipti með hlutabréf námu 18.799 milljónum í mars eða 817 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í febrúar 5.540 milljónir eða 277 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels 13.560 milljónir, bréf Össurar 3.536 milljónir og bréf Icelandair 1.207 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði lítillega á milli mánaða (0,6%) og stendur í tæpum 1.000 stigum. 4.4.2011 12:47 Seljanlegar eignir Reykjanesbæjar nema 19 milljörðum Helstu peningalegar og seljanlegar eignir Reykjanesbæjar utan lögbundins hlutverks sveitarfélagsins námu 19 milljörðum kr. í lok mars 2011. Stærsta eignin er skuldabréf Magma Energy Sweden að fjárhæð 8,2 milljarðar kr. sem er á gjalddaga 16. júlí 2016. 4.4.2011 10:35 Nýherji og Microsoft gera nýjan samning Nýherji hefur gert Partner Advantage samning við Microsoft sem veitir félaginu aukinn aðgang að sérfræðiþjónustu Microsoft við rekstur og viðhald tölvukerfa. 4.4.2011 10:02 Hagstofan telur að útflutningur aukist um 2,3% í ár Útflutningshorfur hafa batnað nokkuð frá nóvemberspánni. Árið 2011 er því spáð að útflutningur aukist um 2,3%. Reiknað er með að útflutningur sjávarafurða verði svipaður og árið 2010 en áður var spáð um 2% samdrætti, en þessa aukningu má m.a. rekja til aukins loðnukvóta. 4.4.2011 09:13 Sjá næstu 50 fréttir
Nýtt nafn á MP banka og breskir auðkýfingar meðal eigenda Skipt verður um nafn á MP banka og hann verður eini bankinn á Íslandi sem ekki verður í eigu erlendra kröfuhafa eða ríkisins. Afar fjölbreyttur hópur fjárfesta tekur við, m.a breskir auðkýfingar með lögheimili á aflandseyjum og Skúli Mogensen. 7.4.2011 19:32
Icesave gæti sett strik í reikninginn Tap Seðlabanka Íslands nam 13 milljörðum á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir útskýringar á því sem aflaga fór í fjötrum persónuvarnar fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans. 7.4.2011 18:56
Seðlabankinn tapaði tæpum 14 milljörðum Tap Seðlabanka Íslands á síðasta rekstrarári nam 13,5 milljörðum króna. Þetta kom fram í ræðu Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs, á sérstökum afmælisaðalfundi bankans í dag. 7.4.2011 17:04
Erlend lausafjárstaða Íslands sjaldan sterkari Erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins hefur stórbatnað en forðinn var í lok febrúar 719 milljarðar króna, sem samsvarar 46 prósentum af landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ávarpi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á 50 ára afmælishátíð Seðlabanka Íslands í dag. 7.4.2011 16:45
Gift gert að greiða tæpan milljarð fyrir verðlaus verðbréf Eignarhaldsfélaginu Gift er gert að greiða Landsbankanum rúmar 900 milljónir vegna framvirkra samninga um kaup Giftar á hlutabréfum í Landsbankanum. Hæstiréttur Íslands snéri þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður sýknað Gift. 7.4.2011 16:40
Mikið spurt um lóðir í Kópavogi Dregið var á milli tveggja umsókna um lóð í Dalaþingi 25 í Kópavogi á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun. Þetta er í annað sinn sem dregið er á milli umsækjenda um lóð í Kópavogi eftir hrun. Kópavogsbæ hefur frá áramótum borist 11 umsóknir um lóðir fyrir sérbýli og 8 fyrir fjölbýli. Á sama tímabili í fyrra var einungis sótt um tvær sérbýlislóðir. Þá eru mikið spurt um lóðir í bænum. 7.4.2011 15:26
AGS þarf mögulega að gefa afslátt í apríl Fimmta endurskoðunin á áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er framundan í þessum mánuði. Svo virðist sem AGS þurfi að gefa afslátt af skilyrðum sínum fyrir því að samþykkja þessa endurskoðun. 7.4.2011 14:09
Lýsing lifir áfram Tryggt hefur verið að þeir viðskiptavinir Lýsingar, sem áttu inni fjármuni hjá félaginu í kjölfar gengislánadóma Hæstaréttar, hafi fengið eða muni fá þá að fullu greidda. Í fréttatilkynningu frá Lýsingu segir að nú þegar hafi um 99% einstaklinga sem áttu inni fjármuni eftir endurútreikning bílasamninga fengið inneign sína greidda. Unnið sé að því að ljúka endurútreikningi gagnvart fyrirtækjum. 7.4.2011 12:42
Danske Bank kynnir greiningu á íslensku efnahagslíf Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, mun næstkomandi þriðjudag, þann 12. apríl, kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi. 7.4.2011 11:34
Kaupa hlut í GogoYoko fyrir milljónir Nýsköpunarsjóðurinn Frumtak hefur fjárfest í tónlistarvefnum GogoYoko fyrir 55 milljónir króna. Viðskiptin eru háð áreiðanleikakönnun sem nú er í gangi, en búist er við því að fjárfest verði fyrir hærri upphæð síðar meir. 7.4.2011 10:03
Fær ekki starfslokagreiðslu Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri aflþynnuverksmiðjunnar Becromal við Krossanes á Akureyri, sagði starfi sínu lausu á þriðjudag og tók uppsögn hans samstundis gildi. 7.4.2011 09:30
Gistinóttum fjölgaði um rúm 3% í febrúar Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 80.400 en voru 77.800 í sama mánuði árið 2010. Þetta er aukning um 3% milli ár. 7.4.2011 09:02
Ósamið um 4,3 milljarða greiðslu "Þetta er bara í eðlilegum og góðum farvegi," segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um 4,3 milljarða lán bæjarins sem er á gjalddaga á morgun. 7.4.2011 09:00
Eigendur Tottenham og Banque Havilland inn í MP Banka Annar aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, Joe Lewis, er í nýjum hluthafahópi MP banka. Einnig mun breska Rowland-fjölskyldan, sem keypti rekstur Kaupþings í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland, vera í hluthafahópnum. 7.4.2011 08:34
Financial Times segir söluferli Iceland hafið Financial Times segir að slitastjórn Landsbankans sé að hefja söluferlið á verslunarkeðjunni Iceland sem er dýrmætasta eign þrotabúsins. 7.4.2011 08:00
Fasteignaveltan jókst um 68% í borginni milli ára í mars Alls var 409 samningum um fasteignir þinglýst í höfuðborginni í mars síðast liðnum. Þetta er rúmlega 68% aukning á fjölda samninga miðað við mars í fyrra. 7.4.2011 07:22
Skattar komi í veg fyrir framsal kvóta SjávarútvegurKoma á í veg fyrir kvótaframsal með skattlagningu, samkvæmt óbirtum tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu í fyrradag hugmyndir um að afnotatími útgerða af kvóta verði 35 ár, með möguleika á framlengingu í rúm 52 ár. Þá vilja samtökin að veiðileyfagjald miðist við hagnað fremur en framlegð útgerða. 7.4.2011 06:30
Greiðir tíu milljarða í arð Fjárfestingarfélagið Horn hagnaðist um 6,5 milljarða króna í fyrra samanborið við tæpa 4,5 milljarða árið á undan. Horn er dótturfélag Landsbankans og heldur utan um fjárfestingar bankans í skráðum og óskráðum fyrirtækjum. 7.4.2011 05:00
Lögmenn með ofurhagnað eftir hrun Nokkrar lögmannsstofur á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar meðal stærstu fyrirtækja á Íslandi út frá hagnaði eftir bankahrunið. Tíu stofur skiluðu saman hagnaði upp á 1,6 milljarða króna. 6.4.2011 18:50
Kvótabreyting gæti skekkt bankakerfið Ólíklegt er að stjórnvöld samþykki innköllun aflaheimilda á tuttugu árum. Slíkt getur leitt til gjaldþrots þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráða yfir allt að helmingi af aflaheimildum og haft mjög neikvæð áhrif á bankakerfið. 6.4.2011 13:00
Dótturfélag Landsbankans hagnaðist um 6,5 milljarða Hagnaður fjárfestingafélagsins Horns nam á síðasta ári 6,5 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur er á vef félagsins. 6.4.2011 10:33
Sæbýli þróar sjálfbært eldiskerfi Sæbýli ehf hefur þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle ) fyrir botnlæg sjávardýr eins og japönsk sæbjúgu, sæeyru eða ígulker. Sæbýli er nýsköpunarfyrirtæki sem byggir á grunni 20 ára þekkingarsöfnunar á sæeyrnaeldi. 6.4.2011 10:30
Yfir 600 milljón afgangur hjá Garðabæ í fyrra Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir árið í fyrra var 611 milljón kr. afgangur af rekstri sveitarfélagsins A og B hluta. Þar af var niðurstaða A hluta jákvæð um 470 milljónir kr. 6.4.2011 10:18
Vöruskiptin hagstæðari í ár en í fyrra Fyrstu tvo mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 85,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 67,0 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 18,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 17,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 0,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 6.4.2011 09:03
Góð afkoma hjá Akureyrarbæ í fyrra Góð afkoma var af rekstri Akureyrarbæjar í fyrra, samkvæmt ársreikningum bæjarins, sem hafa verið lagðir fram. 6.4.2011 07:46
FME veitir Auði Capital auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Auði Capital hf. auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. 6.4.2011 07:43
Lögin þjóna fyrst og fremst kröfuhöfum Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að lög efnahags- og viðskiptaráðherra sem Alþingi samþykkti í desember þjóni fyrst og fremst kröfuhöfum. Þau séu illa samin og skapi ekki þá sátt sem þau áttu að gera. Hann fullyrðir að þau standist ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrár. 5.4.2011 19:13
Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu Sigurjóns Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í byrjun desember hefur slitastjórnin stefnt Sigurjóni og krefst riftunar á 300 milljóna króna greiðslu bankaráðs bankans til Sigurjóns. 5.4.2011 16:25
Lyfjakostnaður lækkaði um 1150 milljónir Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna lyfja lækkaði um 1150 milljónir króna, eða um 10,7%, í fyrra þrátt fyrir að notkun mæld í dagskömmtum hafi aukist um 5,9%. Þetta kemur fram í frétt á vef Sjúkratrygginga. 5.4.2011 16:17
Meira en 1200 þúsund lítrar af áfengi seldust Alls seldust rétt rúmlega 1200 þúsund lítrar af áfengi í mars nýliðnum. Mest seldist af bjór, eða um ein milljón lítrar. Þá seldust um 124 þúsund lítrar af rauðvíni og um 77 þúsund lítrar af hvítvíni. 5.4.2011 14:45
Metfjöldi ferðamanna þriðja mánuðinn í röð Alls fóru 26.624 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum sem er lítilleg aukning, eða um 0,9%, frá því í mars í fyrra. Þrátt fyrir að aukningin varð ekki meiri að sinni þá er líklegt að þetta sé fjölmennasti marsmánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með er þetta þriðji metmánuðurinn í röð í þessum efnum. 5.4.2011 11:15
Gjaldeyrisþörf OR nemur 22% af forða Seðlabankans Gjaldeyrisþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Samkvæmt mati greiningar Arion banka þarf OR að útvega sér um 100 milljarða kr. í gjaldeyri fram til ársloka 2016. 5.4.2011 11:04
Hægt að greiða út tæpan þriðjung upp í Icesave Góð sjóðsstaða hjá þrotabúi Landsbankans gerir það að verkum að hægt er að greiða út 31% af kröfum úr þrotabúinu í dag. 5.4.2011 09:32
Rekstur N1 hefur verið yfirtekinn af lánadrottnum Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. 5.4.2011 09:11
Skuldatryggingaálag Íslands heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag á Ísland heldur áfram að lækka öfugt við margar Evrópuþjóðir þar sem álagið fer yfirleitt hækkandi. 5.4.2011 07:45
Ein hópuppsögn tilkynnt í mars Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsagnir í mars, þar sem sagt var upp 15 manns. Um er að ræða aðila í heilbrigðisþjónustu. 5.4.2011 07:39
Verulega dró úr veltu með gjaldeyri í mars Verulega dró úr veltunni á gjaldeyrismarkaðinum milli tveggja síðustu mánaða. Veltan í marsmánuði síðastliðnum nam rétt tæpum 3,8 milljörðum króna sem er rúmlega tveggja milljarða króna minni velta en í febrúar. 5.4.2011 07:04
Ríkið á 400 bújarðir Íslenska ríkið seldi um tvö hundruð bújarðir í sinni eigu á árabilinu 2000 til 2010. Þorri jarðanna var seldur fram til ársins 2007 en frá og með hrunárinu 2008 hafa samtals tuttugu jarðir verið seldar. 5.4.2011 07:00
Century varar við óvissu í Helguvík Erfitt eða ógjörlegt gæti orðið að afla orku til álvers Norðuráls í Helguvík fáist ekki orka samkvæmt fyrirliggjandi samningum við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Century Aluminum Co. þar sem fjallað er um áhættuþætti í rekstri. 5.4.2011 06:00
Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. 4.4.2011 18:30
Vita ekki hvernig á að borga vextina Meirihluti veit ekki eða vill ekki svara hvernig greiða á áfallna vexti af Icesave III. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem Miðlun gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 21. - 28. mars 2011. 4.4.2011 14:30
Nítján milljarða viðskipti með hlutabréf Heildarviðskipti með hlutabréf námu 18.799 milljónum í mars eða 817 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í febrúar 5.540 milljónir eða 277 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels 13.560 milljónir, bréf Össurar 3.536 milljónir og bréf Icelandair 1.207 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði lítillega á milli mánaða (0,6%) og stendur í tæpum 1.000 stigum. 4.4.2011 12:47
Seljanlegar eignir Reykjanesbæjar nema 19 milljörðum Helstu peningalegar og seljanlegar eignir Reykjanesbæjar utan lögbundins hlutverks sveitarfélagsins námu 19 milljörðum kr. í lok mars 2011. Stærsta eignin er skuldabréf Magma Energy Sweden að fjárhæð 8,2 milljarðar kr. sem er á gjalddaga 16. júlí 2016. 4.4.2011 10:35
Nýherji og Microsoft gera nýjan samning Nýherji hefur gert Partner Advantage samning við Microsoft sem veitir félaginu aukinn aðgang að sérfræðiþjónustu Microsoft við rekstur og viðhald tölvukerfa. 4.4.2011 10:02
Hagstofan telur að útflutningur aukist um 2,3% í ár Útflutningshorfur hafa batnað nokkuð frá nóvemberspánni. Árið 2011 er því spáð að útflutningur aukist um 2,3%. Reiknað er með að útflutningur sjávarafurða verði svipaður og árið 2010 en áður var spáð um 2% samdrætti, en þessa aukningu má m.a. rekja til aukins loðnukvóta. 4.4.2011 09:13