Viðskipti innlent

Mikið spurt um lóðir í Kópavogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðríður Arnardóttir er formaður bæjarráðs.
Guðríður Arnardóttir er formaður bæjarráðs.
Dregið var á milli tveggja umsókna um lóð í Dalaþingi 25 í Kópavogi á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun. Þetta er í annað sinn sem dregið er á milli umsækjenda um lóð í Kópavogi eftir hrun.  Kópavogsbæ hefur frá áramótum borist 11 umsóknir um lóðir fyrir sérbýli og 8 fyrir fjölbýli. Á sama tímabili í fyrra var einungis sótt um tvær sérbýlislóðir. Þá eru mikið spurt um lóðir í bænum.

Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, segir þetta mjög jákvæðar fréttir. „Hér í Kópavogi eigum við lóðir á mjög eftirsóttum stöðum og augljóslega eru þetta lóðirnar sem fyrstar ganga út á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikið spurt núna um lóðir í bænum, bæði undir sérbýli  og fjölbýli og ég veit að byggingaraðilar eru að fara af stað með framkvæmdir á einhverjum þeirra,“ segir Guðríður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×