Fleiri fréttir

Laun erlendra stjórnarmanna tvöfölduð

Eigendur Arion banka samþykkti að tvöfalda laun erlendra stjórnarmanna á síðasta aðalfundi bankans. Önnur laun standa í stað. Þetta fékkst staðfest hjá upplýsingafulltrúa Arion banka.

Vilja 200 milljónir punda fyrir Aurum Holdings

Aurum Holdings er til sölu samkvæmt breskum fjölmiðlum en félagið er í eigu skilanefndar Landsbankans. Það var Baugur sem átti félagið áður en bankinn tók það yfir árið 2009.

RóRó sigraði frumkvöðlakeppni Innovit

Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra.

Skilanefnd segir millifærslur úr Landsbankanum ólöglegar

Stjórnarmenn og stjórnendur landsbankans áttu að vita að bankinn var í raun í gjaldþrota, daginn sem Geir Haarde flutti ávarp sitt til þjóðarinnar. Tug milljarða millifærslur út bankanum þann dag voru því ólögmætar. Þetta segir í bréfi sem skilanefnd bankans sendi þáverandi stjórn nýlega.

Skatturinn mun krefja starfsmenn bankanna um milljarða

Yfir 100 stjórnendur og lykilstarfsmenn Kaupþings og Glitnis munu á næstunni fá milljarða endurálagningu frá skattyfirvöldum vegna söluréttar. Skattyfirvöld telja að nýr hæstaréttardómur taki af vafa um reikniaðferðir í málum sem þessum.

Kristín Guðmundsdóttir hættir sem forstjóri Skipta

Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, tilkynnti stjórn Skipta í gær að hún segði starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Kristín tók við starfi forstjóra Skipta í janúar síðastliðnum en áður var hún staðgengill forstjóra og fjármálastjóri félagsins frá 2003.

Héraðsdómur styrkir forsendur Icesave-samninganna

Niðurstaða héraðsdóms um heildsöluinnlán styrkir forsendur Icesave-samninganna og dregur úr réttaróvissu um stöðu þeirra sem gera kröfu til að njóta forgangs við úthlutun úr búi bankans.

Eignir Almenna jukust um 7,3 milljarða í fyrra

Heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins voru 98,7 milljarðar kr. í árslok 2010 og stækkaði sjóður­inn um 7,3 milljarða kr. Sjóðfélagar í árslok voru 32.435 og fjölgaði um 735 á árinu.

Íbúðakaup tvöfaldast milli vikna í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 125. Þetta er helmingi meiri fjöldi en í síðustu viku og verulega yfir meðaltalinu á síðustu 12 vikum sem er 72 samningar. Raunar Þarf að fara aftur til ársins 2007 til að finna víðlíka viðskipti á fasteignarmarkaðinum.

Landsbankatoppar fengu 80 milljónir í starfslokagreiðslur

Æðstu yfirmenn Landsbankans (NBI) fengu samtals rúmlega 80 milljónir kr. í starfslokagreiðslur á síðasta ári þegar þeir létu af störfum. Um er að ræða Ásmund Stefánsson fyrrum bankastjóra og fimm framkvæmdastjóra bankans.

Hagnaður Landsbankans 27,2 milljarðar í fyrra

Afkoma NBI hf. (Landsbankans) var jákvæð um 27,2 milljarða króna eftir skatta á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Til samanburðar nam hagnaður ársins 2009 14,3 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár þá 10,0%.

Reykjavík bjóðast viðunandi vextir þrátt fyrir OR

Þokkaleg þátttaka var í skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar í fyrradag þar sem flokkurinn RVK 09 1 var í boði. Þannig bárust tilboð að fjárhæð 2,2 milljarðar króna á kröfu sem var á bilinu 3,90%-4,60%. Ákveðið var að taka tæplega helmingi tilboðanna, eða sem hljóðar upp á 1,1 milljarð króna á ávöxtunarkröfunni 3,93%.

Verðbólguvæntingar stjórnenda aukast verulega

Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að verðbólgan á næstu 12 mánuði verði 4,0%. Þetta eru niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem Seðlabanki Íslands birtir í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð.

Nýtt skipulag Nýherja tekur gildi í dag

Nýtt skipulag hjá Nýherja og dótturfélögum á Íslandi tekur gildi í dag. Megin breytingarnar felast í sameiningu félaga í tengdri starfsemi og uppbyggingu stærri eininga sem veita þjónustu á sviði upplýsingatækni.

Kjaraviðræður halda áfram í dag

Aðilar vinnumarkaðarins munu hittast í dag til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum, en ríkisstjórnin kynnti í gær drög að yfirlýsingu í tengslum við viðræðurnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára.

Oxford háskóli og breskar sýslur fá forgang

Oxford háskóli og breskar sýslur/sveitarfélög voru varnaraðilar í málum þeim sem dæmt var um í héraðsdómi í morgun. Þessir aðilar fá kröfur sínar í þrotabú Landsbankans viðurkenndar sem forgangskröfur.

Heildsöluinnlánin eru forgangskröfur

Heildsöluinnlán í gömlu bönkunum eru innlán og eru þar með forgangskröfur í þrotabú bankanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp úrskurði um þetta í morgun. Slitastjórn gamla Landsbankans hafði þegar viðurkennt heildsöluinnlán sem forgangskröfur í búið.

Nei við Icesave kostar tugi milljarða

Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Íbúðalánasjóður tapaði 34,5 milljörðum í fyrra

Samkvæmt ársreikningi Íbúðalánasjóðs fyrir síðasta ár var 34,5 milljarðar króna tap af rekstri sjóðsins. Þar af eru 22,8 milljarðar króna kostnaður vegna 110% niðurfærslu lána einstaklinga og 6,8 milljarðar vegna sérstakrar varúðarniðurfærslu á lánum lögaðila.

Róttæk endurskipulagning að baki

Frestur til að skila inn tilboðum í BM Vallá hf. er til 2. maí næstkomandi. Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu allt hlutafé í fyrirtækinu, en það er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka.

Sjá næstu 50 fréttir