Viðskipti innlent

Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu Sigurjóns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason krafðist frávísunar í málinu. Mynd/ Stefán.
Sigurjón Þ. Árnason krafðist frávísunar í málinu. Mynd/ Stefán.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í byrjun desember hefur slitastjórnin stefnt Sigurjóni og krefst riftunar á 300 milljóna króna greiðslu bankaráðs bankans til Sigurjóns.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, segir að farið hafi verið fram á frávísun vegna þess að málið hafi verið höfðað eftir að sex mánuðir voru liðnir frá lokum riftunarfrests. „Við töldum að það væri ekki hægt að lengja riftunarfrestinn með því að setja ný lög eftir að hann væri byrjaður að líða," segir Sigurður. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það væri hægt að lengja riftunarfresti eftir að þeir væru byrjaðir að líða með sérstökum lögum.

Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×