Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2011 18:30 Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. Heildarkröfur í þrotabú Milestone nema 95 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota hinn 18. september 2009. Samþykktar kröfur nema 77,6 milljörðum króna. Skilanefnd Glitnis er með stærstu kröfuna upp á fjörutíu og fjóra milljarða króna. Þá er Straumur með kröfu upp á sjö milljarða króna og og Íslandsbanki kemur þar á eftir með kröfu upp á tæpa sex milljarða króna samtals. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, sagði við fréttastofu í dag að óbreyttu fengust eitt til þrjú prósent upp í kröfurnar miðað við uppfærða stöðu, en það jafngildir því að rúmlega nítíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þessi staða gæti þó breyst ef þrotabúið vinnur riftunarmál sem höfðuð voru í byrjun þessa árs, en höfðuð voru tíu mál gegn fyrri eigendum og stjórnendum félagsins. Flest málanna snúa að bræðrunum Karli og Steingrími og Guðmundi Ólasyni, fyrrum forstjóra félagsins. Meðal þeirra sem höfðuð voru eru mál gegn bræðrunum vegna ítrekaðra lánveitinga Milestone til þeirra sem færð voru á viðskiptareikninga þeirra án vaxta. Í stefnunum færir skiptastjórinn rök fyrir því að Milestone hafi verið komið í veruleg greiðsluvandræði strax haustið 2007 jafnvel þótt stjórnendur og aðrir hafi talið Milestone sterkt alveg fram á síðustu mánuði ársins 2008. Síðari tíma athugun á staðreyndum hafi þó leitt í ljós að svo var alls ekki. Skiptastjórinn telur að frá miðju ári 2007 hafi Milestone nánast eingöngu verið rekið með lánum frá Glitni banka. Og fullyrða megi að Glitnir hafi verið eini bankinn í veröldinni sem hafi verið reiðubúinn að lána fyrirtækinu peninga, en það sjáist best á því að stærstan hluta ársins 2007 hafi félagið leitað að erlendu lánsfé án árangurs. Endurfjármögnun Milestone var á borði Askar Capital og héldu fulltrúar Askar fundi með tugum evrópskra banka á tímabilinu maí fram í september 2007 þar sem þeir óskuðu eftir tilboðum í lán fyrir Milestone, en ekki náðist að klára neina lánasamninga.Að sögn skiptastjórans hafa málin tíu öll verið þingfest en málflutningur hafi þó ekki farið fram. Beðið sé eftir greinargerðum í flestum þeirra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. Heildarkröfur í þrotabú Milestone nema 95 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota hinn 18. september 2009. Samþykktar kröfur nema 77,6 milljörðum króna. Skilanefnd Glitnis er með stærstu kröfuna upp á fjörutíu og fjóra milljarða króna. Þá er Straumur með kröfu upp á sjö milljarða króna og og Íslandsbanki kemur þar á eftir með kröfu upp á tæpa sex milljarða króna samtals. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, sagði við fréttastofu í dag að óbreyttu fengust eitt til þrjú prósent upp í kröfurnar miðað við uppfærða stöðu, en það jafngildir því að rúmlega nítíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þessi staða gæti þó breyst ef þrotabúið vinnur riftunarmál sem höfðuð voru í byrjun þessa árs, en höfðuð voru tíu mál gegn fyrri eigendum og stjórnendum félagsins. Flest málanna snúa að bræðrunum Karli og Steingrími og Guðmundi Ólasyni, fyrrum forstjóra félagsins. Meðal þeirra sem höfðuð voru eru mál gegn bræðrunum vegna ítrekaðra lánveitinga Milestone til þeirra sem færð voru á viðskiptareikninga þeirra án vaxta. Í stefnunum færir skiptastjórinn rök fyrir því að Milestone hafi verið komið í veruleg greiðsluvandræði strax haustið 2007 jafnvel þótt stjórnendur og aðrir hafi talið Milestone sterkt alveg fram á síðustu mánuði ársins 2008. Síðari tíma athugun á staðreyndum hafi þó leitt í ljós að svo var alls ekki. Skiptastjórinn telur að frá miðju ári 2007 hafi Milestone nánast eingöngu verið rekið með lánum frá Glitni banka. Og fullyrða megi að Glitnir hafi verið eini bankinn í veröldinni sem hafi verið reiðubúinn að lána fyrirtækinu peninga, en það sjáist best á því að stærstan hluta ársins 2007 hafi félagið leitað að erlendu lánsfé án árangurs. Endurfjármögnun Milestone var á borði Askar Capital og héldu fulltrúar Askar fundi með tugum evrópskra banka á tímabilinu maí fram í september 2007 þar sem þeir óskuðu eftir tilboðum í lán fyrir Milestone, en ekki náðist að klára neina lánasamninga.Að sögn skiptastjórans hafa málin tíu öll verið þingfest en málflutningur hafi þó ekki farið fram. Beðið sé eftir greinargerðum í flestum þeirra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira