Viðskipti innlent

Dótturfélag Landsbankans hagnaðist um 6,5 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er stjórnarformaður Horns. Mynd/ Valli.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er stjórnarformaður Horns. Mynd/ Valli.
Hagnaður fjárfestingafélagsins Horns nam á síðasta ári 6,5 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur er á vef félagsins.

Horn seldi 6,8% hlut sinn í Marel hf., 4,2% hlut í Vinnslustöðinni hf. og 5,4% hlut í Median hf. í fyrra. Aftur á móti keypti félagið 44,2% í Atorku Group hf og 29,6% hlut í Reitir Fasteignafélag á sama ári. Heildareignir félagsins í lok árs námu 35 milljörðum íslenskra króna.

Horn Fjárfestingafélag hf var stofnað árið 2008. Það er dótturfélag Eignarhaldsfélags NBI ehf sem er að fullu í eigu NBI hf.

Í skýrslu stjórnar Horns kemur fram að lagt sé til að 10 milljarðar séu greiddir í arð til Eignarhaldsfélags Landsbankans fyrir síðasta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×