Hagstofan telur að útflutningur aukist um 2,3% í ár 4. apríl 2011 09:13 Útflutningshorfur hafa batnað nokkuð frá nóvemberspánni. Árið 2011 er því spáð að útflutningur aukist um 2,3%. Reiknað er með að útflutningur sjávarafurða verði svipaður og árið 2010 en áður var spáð um 2% samdrætti, en þessa aukningu má m.a. rekja til aukins loðnukvóta. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Hagstofunnar. Þar segir að áætlað er að útflutningur vegna stóriðju verði óbreyttur milli ára. Gert er ráð fyrir að útflutningur utan stóriðju og sjávarútvegs aukist töluvert á árinu. Mikil gróska hefur verið í útflutningi annarra vara en sjávarútvegs og stóriðju auk þess sem þjónustuútflutningur jókst umtalsvert á síðasta ári þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi truflað ferðaþjónustu á síðasta sumri. Horfur eru á frekari vexti þjónustuútflutnings á þessu ári, sérstaklega í ferðaþjónustu þar sem neikvæð áhrif vegna Eyjafjallajökuls eru ekki lengur inni í myndinni. Á næstu árum er gert ráð fyrir nokkuð stöðugri aukningu útflutnings en veikt raungengi á spátímanum ætti að styðja við útflutning. Árið 2012 er spáð 2,4% vexti útflutnings og árið 2013 er reiknað með 2,8% vexti, en á því ári ætti kísilverksmiðjan í Helguvík að hefja útflutning. Árið 2011 er gert ráð fyrir að innflutningur aukist um 3,4%. Það er nokkur aukning miðað við nóvemberspána en það má m.a. rekja til þess að reiknað er með meiri innflutningi þjónustu vegna ferðalaga Íslendinga erlendis. Árið 2012 er gert ráð fyrir að innflutningur aukist um 4,9% í samræmi við aukningu þjóðarútgjalda á því ári en árið 2013 er spáð 4,8% vexti innflutnings. Vöruskiptajöfnuður var 10,6% af landsframleiðslu árið 2010 en í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir að hann lækki lítillega yfir spátímann vegna aukins innflutnings. Á þessu ári eru horfur á að hann verði 10,4% af landsframleiðslu en lækki síðan í 9,4% árið 2012 og verði 8–8,5% af landsframleiðslu út spátímann. Viðskiptajöfnuður var neikvæður um -7,8% árið 2010. Reiknað er með að viðskiptajöfnuður verði áfram neikvæður út spátímann en hins vegar ber að taka tillit þess að þáttatekjurnar í viðskiptajöfnuði innihalda vaxtagreiðslur banka í slitameðferð en gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra greiðslna verði afskrifaður. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Útflutningshorfur hafa batnað nokkuð frá nóvemberspánni. Árið 2011 er því spáð að útflutningur aukist um 2,3%. Reiknað er með að útflutningur sjávarafurða verði svipaður og árið 2010 en áður var spáð um 2% samdrætti, en þessa aukningu má m.a. rekja til aukins loðnukvóta. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Hagstofunnar. Þar segir að áætlað er að útflutningur vegna stóriðju verði óbreyttur milli ára. Gert er ráð fyrir að útflutningur utan stóriðju og sjávarútvegs aukist töluvert á árinu. Mikil gróska hefur verið í útflutningi annarra vara en sjávarútvegs og stóriðju auk þess sem þjónustuútflutningur jókst umtalsvert á síðasta ári þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi truflað ferðaþjónustu á síðasta sumri. Horfur eru á frekari vexti þjónustuútflutnings á þessu ári, sérstaklega í ferðaþjónustu þar sem neikvæð áhrif vegna Eyjafjallajökuls eru ekki lengur inni í myndinni. Á næstu árum er gert ráð fyrir nokkuð stöðugri aukningu útflutnings en veikt raungengi á spátímanum ætti að styðja við útflutning. Árið 2012 er spáð 2,4% vexti útflutnings og árið 2013 er reiknað með 2,8% vexti, en á því ári ætti kísilverksmiðjan í Helguvík að hefja útflutning. Árið 2011 er gert ráð fyrir að innflutningur aukist um 3,4%. Það er nokkur aukning miðað við nóvemberspána en það má m.a. rekja til þess að reiknað er með meiri innflutningi þjónustu vegna ferðalaga Íslendinga erlendis. Árið 2012 er gert ráð fyrir að innflutningur aukist um 4,9% í samræmi við aukningu þjóðarútgjalda á því ári en árið 2013 er spáð 4,8% vexti innflutnings. Vöruskiptajöfnuður var 10,6% af landsframleiðslu árið 2010 en í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir að hann lækki lítillega yfir spátímann vegna aukins innflutnings. Á þessu ári eru horfur á að hann verði 10,4% af landsframleiðslu en lækki síðan í 9,4% árið 2012 og verði 8–8,5% af landsframleiðslu út spátímann. Viðskiptajöfnuður var neikvæður um -7,8% árið 2010. Reiknað er með að viðskiptajöfnuður verði áfram neikvæður út spátímann en hins vegar ber að taka tillit þess að þáttatekjurnar í viðskiptajöfnuði innihalda vaxtagreiðslur banka í slitameðferð en gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra greiðslna verði afskrifaður.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira