Viðskipti innlent

Seðlabankinn tapaði tæpum 14 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Tap Seðlabanka Íslands á síðasta rekstrarári nam 13,5 milljörðum króna. Þetta kom fram í ræðu Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs, á sérstökum afmælisaðalfundi bankans í dag.

„Það helgast einkum af tveimur þáttum, annars vegar varð 6,9 milljarða króna tap vegna gengismunar og hins vegar 5,7 milljarða króna tap vegna rekstrartengdra liða. Það sem á vantar skýrist af um 900 milljón króna tekjuskatti af hagnaði dótturfélaga,“ sagði Lára í ræðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×