Viðskipti innlent

Fær ekki starfslokagreiðslu

Aflþynnuverksmiðja Becromal skilaði áætlun um úrbætur í mengunarvörnum til Umhverfisstofnunar í vikubyrjun. Í kjölfarið fór forstjórinn.
Aflþynnuverksmiðja Becromal skilaði áætlun um úrbætur í mengunarvörnum til Umhverfisstofnunar í vikubyrjun. Í kjölfarið fór forstjórinn.
Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri aflþynnuverksmiðjunnar Becromal við Krossanes á Akureyri, sagði starfi sínu lausu á þriðjudag og tók uppsögn hans samstundis gildi.

Stjórn Becromal gaf í gær engar útskýringar á ástæðum uppsagnarinnar aðrar en þær að ráðningarsamningur Gauta hafi verið tímabundinn. Gauti vildi ekki tjá sig um málið í gær.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Gauti verið tekinn af launaskrá og fær hann engar starfslokagreiðslur. Fyrir hálfum mánuði kom fram í Kastljósinu á RÚV að verksmiðja Becromal hafi ekki uppfyllt starfsskilyrði um mengunarvarnir og hún losað meira magn af vítissódamenguðu vatni út í sjó en starfsleyfi verksmiðjunnar heimilar. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×