Viðskipti innlent

Erlend lausafjárstaða Íslands sjaldan sterkari

Már Guðmundsson flutti ávarp sitt fyrir stundu.
Már Guðmundsson flutti ávarp sitt fyrir stundu.
Erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins hefur stórbatnað en forðinn var í lok febrúar 719 milljarðar króna, sem samsvarar 46 prósentum af landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ávarpi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á 50 ára afmælishátíð Seðlabanka Íslands í dag.

þar segir að lausafjárstaðan hér sé jafnvel sterkari en í lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Aukinn forði, meiri stöðugleiki, framgangur áætlunar um afgang á ríkissjóði á komandi árum og uppkaup erlendra skulda ríkissjóðs á eftirmarkaði hafa síðan orðið til þess að raddir um greiðsluþrot ríkissjóðs hafa þagnað, sagði Már og bætti við: Þetta ræður miklu um það að nú er talið óhætt að vinna að losun gjaldeyrishafta og að skilyrði fyrir erlenda lántöku ríkissjóðs hafa batnað verulega en hún gæti rutt öðrum innlendum aðilum brautina.

Svo segir orðrétt:

„Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-samninginn um næstu helgi gæti auðvitað sett strik í þennan reikning. Verði niðurstaðan já munu haftaafnám og lántökur ríkissjóðs ganga fram eins og áformað er. Ef Icesave-samningnum verður hafnað eru hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Þá verður þyngra fyrir fæti varðandi erlenda lántöku ríkissjóðs og framgangur áætlunar um afnám gjaldeyrishafta myndi af þeim sökum ganga hægar. Óvissa er hins vegar um hversu sterk og langvinn þessi áhrif yrðu."

Hér fyrir neðan má lesa ávarp Más í heild sinni.

Fyrir þá sem vilja horfa á athöfnina geta fylgst með hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×