Viðskipti innlent

Góð afkoma hjá Akureyrarbæ í fyrra

Góð afkoma var af rekstri Akureyrarbæjar í fyrra, samkvæmt ársreikningum bæjarins, sem hafa verið lagðir fram.

Þar kemur fram að afkoman 600 milljónum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá lækkuðu heildarskuldir um rösklega 1.100 milljónir kr. frá fyrra ári. Afkoman í heild var jákvæða um tæplega 1,7 milljarða kr.

Í tilkynningu frá bænum segir að helstu ástæður þessa séu hærri tekjur og lægri fjármagnskostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×