Viðskipti innlent

Meira en 1200 þúsund lítrar af áfengi seldust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var nóg að gera í Vínbúðunum í mars. Mynd/ GVA
Það var nóg að gera í Vínbúðunum í mars. Mynd/ GVA
Alls seldust rétt rúmlega 1200 þúsund lítrar af áfengi í mars nýliðnum. Mest seldist af bjór, eða um ein milljón lítrar. Þá seldust um 124 þúsund lítrar af rauðvíni og um 77 þúsund lítrar af hvítvíni.

Ekki er hægt að bera marsmánuð saman við sama mánuð í fyrra vegna þess að í fyrra voru páskarnir í mars. Sala eykst venjulega í Vínbúðunum dagana fyrir páska. Munurinn sést greinilega þegar salan 27. - 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þúsund lítrar en sömu daga í fyrra var salan 441 þúsund lítrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×