Viðskipti innlent

Verulega dró úr veltu með gjaldeyri í mars

Verulega dró úr veltunni á gjaldeyrismarkaðinum milli tveggja síðustu mánaða. Veltan í marsmánuði síðastliðnum nam rétt tæpum 3,8 milljörðum króna sem er rúmlega tveggja milljarða króna minni velta en í febrúar.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að af veltunni í mars  námu gjaldeyriskaup Seðlabankans rúmlega 1,2 milljörðum króna eða 31,9% af heildarveltu mánaðarins. Gengi evrunnar hækkaði um 1,4% gagnvart krónunni í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×