Viðskipti innlent

Lögin þjóna fyrst og fremst kröfuhöfum

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að lög efnahags- og viðskiptaráðherra sem Alþingi samþykkti í desember þjóni fyrst og fremst kröfuhöfum. Þau séu illa samin og skapi ekki þá sátt sem þau áttu að gera. Hann fullyrðir að þau standist ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrár.

Í desember síðastliðnum var samþykkt frumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um breytingar á vaxtalögum, lögum um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila og umboðsmann skuldara. Lögin voru viðbrögð við dómum Hæstaréttar í gengislánamálunun en ráðherrann vildi tryggja jafnræði og sanngirni í uppgjöri þeirra lána sem fjármálafyrirtækin höfðu gengistryggt með ólögmætum hætti.

Í lögunum er ákvæði sem veitir lánveitendum ólögmætra gengistryggðra lána heimild til að endurreikna lán sín og krefja viðsemjendur sína að nýju um greiðslu þegar greiddra afborgana með hærri vöxtum.

Það eru fleiri en Sigurður sem eru óánægðir með lögin. Sumir lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag hafa haldið því fram að þau brjóti gegn 2. gr. stjórnarskrár, enda hafi löggjafinn ekki átta að bregðast við dómum Hæstaréttar með lagasetningu og einn lögmaður sagði þau „hrákasmíði" og átti við að þau væru illa unnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×