Viðskipti innlent

Gift gert að greiða tæpan milljarð fyrir verðlaus verðbréf

Valur Grettisson skrifar
Gift.
Gift.
Eignarhaldsfélaginu Gift er gert að greiða Landsbankanum rúmar 900 milljónir vegna framvirkra samninga um kaup Giftar á hlutabréfum í Landsbankanum. Hæstiréttur Íslands snéri þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður sýknað Gift.

Gjalddagi samningsins var 19. nóvember 2008, aðeins nokkrum vikum eftir fall Landsbankans. Þá þegar var ljóst að bréfin væru verðlaus. Gift neitaði að greiða lánið á gjalddaga og í kjölfarið höfðaði Landsbankinn mál og krafðist greiðslu gegn afhendingu verðlausu bréfanna.

Gift var stofnað upp úr Samvinnutryggingum sumarið 2007. Félagið fór í þrot eftir hrunið en eignir þess árið 2007 voru 60 milljarðar og eigið fé um 30 milljarðar. Gjaldþrotið var því gífurlegt.

Sveitarfélögin Djúpivogur og Vopnafjörður töpuðu talsvert á félaginu. Í febrúar á síðasta ári sögðust þeir ætla að kæra stjórnendur fjárfestingarfélagsins Giftar til ríkissaksóknara fyrir umboðssvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×