Skattar komi í veg fyrir framsal kvóta 7. apríl 2011 06:30 Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að ekki standi til að gefa eftir kröfur um að sátt náist um framtíð fiskveiða áður en skrifað verði undir kjarasamninga.Fréttablaðið/Vilhelm Koma á í veg fyrir kvótaframsal með skattlagningu, samkvæmt óbirtum tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu í fyrradag hugmyndir um að afnotatími útgerða af kvóta verði 35 ár, með möguleika á framlengingu í rúm 52 ár. Þá vilja samtökin að veiðileyfagjald miðist við hagnað fremur en framlegð útgerða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur gengið treglega að fá fulltrúa ríkisstjórnarinnar til fundar um hugmyndir SA. Samtökin halda aðalfund sinn í dag en þar halda erindi bæði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Til stóð að birta í gær seinni hluta tillagna SA í sjávarútvegsmálum, en birtingunni var frestað þar sem endanlegum frágangi þeirra var ekki lokið. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, segir tillögur samtakanna sem eftir eiga að koma fram snúa sérstaklega að framsali aflaheimilda. „Í reynd lúta tillögurnar að því að allt nettóframsal innan ársins verði skattlagt hressilega. Sem þýðir þá að menn veiði sínar heimildir," segir Vilmundur og kveður tilganginn meðal annars að koma í veg fyrir „rugl" sem viðgengist hafi síðustu ár í því að menn fái afhentar veiðiheimildir og leigi þær út, en lifi sjálfir „praktuglega". Vilmundur segir að til að viðhalda hagræðingu sé eftir sem áður nauðsynlegt að heimila framsal á veiðiheimildum innan fiskveiðiársins. „En allt nettóframsal verður skattlagt upp í topp." Þá sé gert ráð fyrir því að hluti kvóta gangi áfram í potta sem standi undir hlutum á borð við línuívilnun, byggðakvóta, strandveiðar og jafnvel nýliðun í greininni. Vilmundur segir að nú þegar fari um 16 þúsund þorskígildistonn í slíka potta. „Og það er alveg hellingur." Með þessum tillögum og þeim sem þegar eru fram komnar vonast Vilmundur til þess að hægt verði að leiða til lykta deilur um framtíðarskipan sjávarútvegsmála. „Ef einhver sanngirni er í þessu máli ætti sá grundvöllur að vera kominn. Búið er að taka á allmörgum málum sem leiðrétta kerfið og gjörbreyta því í reynd." olikr@frettabladid.is Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Koma á í veg fyrir kvótaframsal með skattlagningu, samkvæmt óbirtum tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu í fyrradag hugmyndir um að afnotatími útgerða af kvóta verði 35 ár, með möguleika á framlengingu í rúm 52 ár. Þá vilja samtökin að veiðileyfagjald miðist við hagnað fremur en framlegð útgerða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur gengið treglega að fá fulltrúa ríkisstjórnarinnar til fundar um hugmyndir SA. Samtökin halda aðalfund sinn í dag en þar halda erindi bæði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Til stóð að birta í gær seinni hluta tillagna SA í sjávarútvegsmálum, en birtingunni var frestað þar sem endanlegum frágangi þeirra var ekki lokið. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, segir tillögur samtakanna sem eftir eiga að koma fram snúa sérstaklega að framsali aflaheimilda. „Í reynd lúta tillögurnar að því að allt nettóframsal innan ársins verði skattlagt hressilega. Sem þýðir þá að menn veiði sínar heimildir," segir Vilmundur og kveður tilganginn meðal annars að koma í veg fyrir „rugl" sem viðgengist hafi síðustu ár í því að menn fái afhentar veiðiheimildir og leigi þær út, en lifi sjálfir „praktuglega". Vilmundur segir að til að viðhalda hagræðingu sé eftir sem áður nauðsynlegt að heimila framsal á veiðiheimildum innan fiskveiðiársins. „En allt nettóframsal verður skattlagt upp í topp." Þá sé gert ráð fyrir því að hluti kvóta gangi áfram í potta sem standi undir hlutum á borð við línuívilnun, byggðakvóta, strandveiðar og jafnvel nýliðun í greininni. Vilmundur segir að nú þegar fari um 16 þúsund þorskígildistonn í slíka potta. „Og það er alveg hellingur." Með þessum tillögum og þeim sem þegar eru fram komnar vonast Vilmundur til þess að hægt verði að leiða til lykta deilur um framtíðarskipan sjávarútvegsmála. „Ef einhver sanngirni er í þessu máli ætti sá grundvöllur að vera kominn. Búið er að taka á allmörgum málum sem leiðrétta kerfið og gjörbreyta því í reynd." olikr@frettabladid.is
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira