Viðskipti innlent

Yfir 600 milljón afgangur hjá Garðabæ í fyrra

Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir árið í fyrra var 611 milljón kr. afgangur af rekstri sveitarfélagsins A og B hluta. Þar af var niðurstaða A hluta jákvæð um 470 milljónir kr.

Afkoman er töluvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sem dæmi má nefna að áætlað var að afgangurinn af rekstri A hlutans næmi aðeins tæpum 30 milljónum kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að rekstrartekjur námu tæplega 5,8 milljörðum kr. á árinu. Eigið fé Garðabæjar nam 8,5 milljörðum kr. í árlok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×