Viðskipti innlent

Greiðir tíu milljarða í arð

Meðal eigna Horns er hlutur í Eimskipi.Fréttablaðið/Vilhelm
Meðal eigna Horns er hlutur í Eimskipi.Fréttablaðið/Vilhelm
Fjárfestingarfélagið Horn hagnaðist um 6,5 milljarða króna í fyrra samanborið við tæpa 4,5 milljarða árið á undan. Horn er dótturfélag Landsbankans og heldur utan um fjárfestingar bankans í skráðum og óskráðum fyrirtækjum.

Í uppgjöri Horns kemur fram að stjórn félagsins mæli með því að Landsbankinn fái tíu milljarða í arð vegna afkomunnar í fyrra. Arðgreiðslur síðasta árs námu sjö milljörðum króna.

Félagið var stofnað árið 2008 og á hluti í Promens, Eyri Invest, Eimskipi og fasteignafélaginu Reitum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×