Viðskipti innlent

Kaupa hlut í GogoYoko fyrir milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks.
Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks.
Nýsköpunarsjóðurinn Frumtak hefur fjárfest í tónlistarvefnum GogoYoko fyrir 55 milljónir króna. Viðskiptin eru háð áreiðanleikakönnun sem nú er í gangi, en búist er við því að fjárfest verði fyrir hærri upphæð síðar meir.

„Við förum inn með lægri fjárhæð, en svo þegar tilskyldum árangri er náð förum við með stærri upphæð," segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. Búast má við því að heildarfjárfesting Frumtaks í vefnum verði á endanum yfir 100 milljónir króna.

„Við erum mjög spennt fyrir þessu og höfum verið að vinna í því um skeið að laða nýja fjárfesta að fyrirtækinu,“ segir Alex MacNeil, forstjóri GogoYoko. Hann, ásamt öðrum forsvarsmönnum GogoYoko, ætla að fagna áfanganum í kvöld á Hvítu Perlunni í Austurstræti.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu stór heildarhluturinn Frumtaks í GogoYoko verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×