Gjaldeyrisþörf OR nemur 22% af forða Seðlabankans 5. apríl 2011 11:04 Gjaldeyrisþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Samkvæmt mati greiningar Arion banka þarf OR að útvega sér um 100 milljarða kr. í gjaldeyri fram til ársloka 2016. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að fyrir stuttu síðan lág endanlega fyrir að OR myndi ekki geta endurfjármagnað þær erlendu skuldir sem eru á gjalddaga á næstunni. Sú aðgerðaáætlun sem kynnt var í síðustu viku er því sett fram út frá þeirri forsendu að OR geti mætt afborgunum sjálft án endurfjármögnunar. Í áætluninni er gert ráð fyrir að nettó vaxtaberandi skuldir OR lækki um 107 milljarða kr. frá seinustu áramótum til ársloka 2016. "Það er óhætt að segja að um metnaðarfulla áætlun sé að ræða hjá OR og gangi hún eftir muni fyrirtækið standa traustum fótum. Þó eru fjölmargir utanaðkomandi þættir sem geta sett stórt strik í reikninginn, margir hverjir sem eru ekki á valdi OR. Má þar nefna heimsmarkaðsverð á áli, vaxtaþróun erlendis, gengi krónunnar, kaupendur og söluverð á stórum eignarhlutum í Gagnaveitunni," segir í Markaðspunktunum. Árið 2013 eru um 30 milljarða kr. á gjalddaga og skiptir því miklu máli fyrir félagið að aðgerðaáætlunin verði komin vel á veg t.d. hvað varðar eignasölu. Má segja að Orkuveitan verði hreinlega að vera búin að selja Gagnaveituna fyrir þann tíma eða á fyrri hluta þess árs, ella vantar 5 milljarða kr. upp á svo dæmið gangi upp. Þar sem fyrirtækið er með litlar sem engar gengisvarnir er ljóst að það á mikið undir því að gjaldeyrishöftin haldi og/eða að afnám gjaldeyrishafta gangi snurðulaust fyrir sig.Kaup OR á gjaldeyri Þar sem gjaldeyrismisvægi eigna og skulda OR er gríðarlegt munu áætlanir fyrirtækisins um stórfellda uppgreiðslu erlendra skulda hafa mikil áhrif á gjaldeyrismarkað. "Samkvæmt okkar mati þarf Orkuveitan að verða sér út um 100 milljarða kr. af gjaldeyri á því tímabili sem aðgerðaráætlunin nær til, en tekjur félagsins eru einungis um 20-25% í erlendri mynt," segir í Markaðspunktunum. "Ef fyriráætlanir félagsins ná fram að ganga er ekki ólíklegt að Seðlabankinn þurfi að útvega hluta þessa gjaldeyris. Gjaldeyrisþörf OR næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans þ.e. forðinn í dag að frádregnum gjaldeyrisinnstæðum fjármálastofnanna og erlendum eignum ESÍ ehf. Þrátt fyrir að gjaldeyrisþörf OR skerði augljóslega getu Seðlabankans til forðasöfnunar verður enn nokkurt svigrúm fyrir Seðlabankann ef spá um afgang á viðskiptajöfnuði gengur eftir. Gjaldeyrisþörf OR er mest árið 2013 og verður forði Seðlabankans þá orðinn lítill ef frekari fjármögnun hans fæst ekki." Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gjaldeyrisþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Samkvæmt mati greiningar Arion banka þarf OR að útvega sér um 100 milljarða kr. í gjaldeyri fram til ársloka 2016. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að fyrir stuttu síðan lág endanlega fyrir að OR myndi ekki geta endurfjármagnað þær erlendu skuldir sem eru á gjalddaga á næstunni. Sú aðgerðaáætlun sem kynnt var í síðustu viku er því sett fram út frá þeirri forsendu að OR geti mætt afborgunum sjálft án endurfjármögnunar. Í áætluninni er gert ráð fyrir að nettó vaxtaberandi skuldir OR lækki um 107 milljarða kr. frá seinustu áramótum til ársloka 2016. "Það er óhætt að segja að um metnaðarfulla áætlun sé að ræða hjá OR og gangi hún eftir muni fyrirtækið standa traustum fótum. Þó eru fjölmargir utanaðkomandi þættir sem geta sett stórt strik í reikninginn, margir hverjir sem eru ekki á valdi OR. Má þar nefna heimsmarkaðsverð á áli, vaxtaþróun erlendis, gengi krónunnar, kaupendur og söluverð á stórum eignarhlutum í Gagnaveitunni," segir í Markaðspunktunum. Árið 2013 eru um 30 milljarða kr. á gjalddaga og skiptir því miklu máli fyrir félagið að aðgerðaáætlunin verði komin vel á veg t.d. hvað varðar eignasölu. Má segja að Orkuveitan verði hreinlega að vera búin að selja Gagnaveituna fyrir þann tíma eða á fyrri hluta þess árs, ella vantar 5 milljarða kr. upp á svo dæmið gangi upp. Þar sem fyrirtækið er með litlar sem engar gengisvarnir er ljóst að það á mikið undir því að gjaldeyrishöftin haldi og/eða að afnám gjaldeyrishafta gangi snurðulaust fyrir sig.Kaup OR á gjaldeyri Þar sem gjaldeyrismisvægi eigna og skulda OR er gríðarlegt munu áætlanir fyrirtækisins um stórfellda uppgreiðslu erlendra skulda hafa mikil áhrif á gjaldeyrismarkað. "Samkvæmt okkar mati þarf Orkuveitan að verða sér út um 100 milljarða kr. af gjaldeyri á því tímabili sem aðgerðaráætlunin nær til, en tekjur félagsins eru einungis um 20-25% í erlendri mynt," segir í Markaðspunktunum. "Ef fyriráætlanir félagsins ná fram að ganga er ekki ólíklegt að Seðlabankinn þurfi að útvega hluta þessa gjaldeyris. Gjaldeyrisþörf OR næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans þ.e. forðinn í dag að frádregnum gjaldeyrisinnstæðum fjármálastofnanna og erlendum eignum ESÍ ehf. Þrátt fyrir að gjaldeyrisþörf OR skerði augljóslega getu Seðlabankans til forðasöfnunar verður enn nokkurt svigrúm fyrir Seðlabankann ef spá um afgang á viðskiptajöfnuði gengur eftir. Gjaldeyrisþörf OR er mest árið 2013 og verður forði Seðlabankans þá orðinn lítill ef frekari fjármögnun hans fæst ekki."
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira