Fleiri fréttir

UT gefinn of lítill gaumur

„Upplýsingatækninni hefur verið gefinn allt of lítill gaumur síðan netbólan sprakk og menn einblínt á önnur tækifæri meðan fjármálageirinn óx,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir mikil útflutningstækifæri í upplýsingatækni.

Sterling selt á morgun eða hinn

Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinsssonar, verður selt á næstu tveimur sólarhringum. Þetta segir Michael T. Hansen, markaðsstjóri félagsins, í samtali við samtali við danska vefinn takeoff.dk.

Fjárfestum ekki tilkynnt um breytingar á peningabréfasjóði

Fjárfestum í peningabréfasjóði Landsbankans var ekki tilkynnt um breytingar sem gerðar voru á fjárfestingarstefnu sjóðsins líkt og lög gera ráð fyrir. Breytingar voru gerðar á sjóðnum þann 17.apríl 2008 eftir tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu sem varðaði heimild til að taka við innlánum. Fjármálaeftirlitið segir það ekki sitt hlutverk að fylgjast með því hvort sjóðsfélögum sé send tilkynning og bendir á forsvarsmenn sjóðsins.

Marel hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 1,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Century Aluminum, sem hækkaði um 1,22 prósent og Össur, sem hækkaði um 0,95 prósent.

Ísland yfir Tyrkland í stýrivöxtum

Seðlabanki Íslands er nú með hæstu stýrivexti á lista fjármálasíðunnar fxstreet.com, sem heldur til haga stýrivöxtum í 23 stærri hagkerfum.

Landsbankinn greiðir út úr peningamarkaðssjóðum

Landsbankinn hefur ákveðið að slíta peningamarkaðssjóðum sínum og greiða inn á innlánsreikninga viðkomandi einstaklinga. Uppgreiðsluhlutfallið er mismunandi eftir mynt en flestir áttu Peningabréf í íslenskum krónum. Þeir fá 68,8 prósent af bréfum sínum greidd.

850 bankastarfsmenn hafa misst vinnuna á árinu

Vísir sagði frá því á föstudaginn að um hundrað manns hefði verið sagt upp hjá Kaupþing. Sú tala hefur nú hækkað. Í heildina var 160 fastráðnum starfsmönnum Kaupþings sagt upp auk 35 starfsmanna sem starfa í söluveri á kvöldin og hafa verið á tímakaupi.

Væntingavísitala Gallup hefur aldrei verið lægri

Væntingavísitala Gallup í október var birt í morgun, og er vísitalan nú sú lægsta frá því farið var að mæla hana í mars 2001. Mælist vísitalan nú 58,9 stig, sem er 17 stiga lækkun frá síðasta mánuði.

Stýrivaxtahækkunin er dæmd til að mistakast í ljósi sögunnar

Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands er dæmd til að mistakast í ljósi sögunnar. Þetta ætti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að vera vel kunnugt eftir að sjóðurinn reyndi sömu aðferð í Asíu árin 1997-98 með hörmulegri niðurstöðu.

Atorka hækkar mest í Kauphöllinni á rólegum degi

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,55 prósent í Kauphöllinni á fyrsta stundarfjórðungi dagsins. Þá fór gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri upp um 1,07 prósent og í Eimskipafélaginu um 0,76 prósent. Sex viðskipti hafa átt sér stað upp á rétt rúma 1,3 milljónir króna.

Engin loforð um bein lán en lánalínur auknar á Norðurlöndunum

Geir Haarde forsætisráðherra fékk engin loforð um bein lán eða fé frá hinum forsætisráðherrum Norðurlandanna á fundi þeirra í gærdag. Hinsvegar er ætlun hinna Norðurlandanna að auka við þær lánalínur sem Seðlabanki Íslands hefur þegar til seðlabanka Norðrulanda.

Össur skilar mjög góðu uppgjöri

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar hf. nam tæpum fjórtán milljónum dollara, eða rúmlega 1,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi, samanborðið við tvær milljónir á sama tímabili í fyrra.

Bakkavör féll mest

Gengi bréfa í Bakkavör féll um rúm 29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Færeyjabanki, sem fór niður um 3,45 prósent, Össur lækkaði um 1,52 prósent, Marel um 1,27 prósent og Icelandair Group um 0,37 prósent.

Landsbankinn áfram til sem vörumerki

Vörumerkið „Landsbankinn“ verður áfram notað í óbreyttri mynd í allri markaðssetningu Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landsbanka

Bakkavör féll um 29 prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 29 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf félagsins voru sett á athugunarlista í dag. Á sama tíma rauk gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á grundartanga um 8,37 prósent.

Geir óskar formlega eftir lánum hjá Norðurlandaþjóðunum

Geir Haarde forsætisráðherra staðfesti í dag að óskað hafi verið formlega eftir lánum frá hinum Norðurlöndunum Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Helsinki að loknum fundum ráðherra á Norðurlandaráðsþingi.

Seðlabanki svarar ekki fullyrðingum Björgólfs Thors

Engin svör fást í Seðlabankanum við fullyrðingum Björgólfs Thors Björgólfssonar um að bankinn hefði getað afstýrt óvissunni með Icesavereikninganna og milliríkjadeilunni sem hún hefur skapað.

Icesave-innistæðueigendur fá endurgreitt í næsta mánuði

Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi hyggst byrja að greiða innistæðueigendunum á Icesave-reikingum Landsbankans þar í landi fjármuni sína til baka eftir um tíu daga. Reiknað er með að flestir innistæðueigendur verði búnir að fá fé sitt til baka í lok nóvember.

Skítastaða áfram í gjaldeyrismálum - Ögurvík hættir sölu til Bretlands

Svo virðist sem erlendir bankar ætli að bíða eftir formlegu samkomulagi Alþjóðgjaldeyrissjóðsins. Áfram er skítastaða í gjaldeyrisviðskiptunum að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Ögurvík er hætt að selja fisk til Bretlands meðan ástandið varir.

Færeyjabanki niður í afar fáum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka féll um rúm 4,8 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þá lækkaði gengi bréfa í Marel Food Systems um 1,4 prósent og í Össuri um 0,58 prósent.

Áætlunin réttlætir aðgengið

Stórhuga áætlun Íslands um efnahagsumbætur, stuðning við krónuna og endurreisn fjármálakerfis landsins réttlætir aðgengi þjóðarinnar að sjóðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Gjaldfelldu lán án tafar

Aðstoðarmaður Samson eignarhaldsfélags í greiðslustöðvun þess hefur gert fyrirvara við réttmæti skuldajöfnunar Straums-Burðaráss við félagið, að því er fram kemur í tilkynningu sem Straumur sendi frá sér í gær.

Neita ábyrgð á falli Kaupþings

Tilvísun Gordon Brown í stórfelldar tilfærslur á fjármagni frá Bretlandi til Íslands dögum fyrir fall bankanna átti ekki við um Landsbankann.

Aðeins ein kona í hópi 10 stjórnenda Kaupþings

Allir yfirmenn hins nýja Kaupþings sátu áður í stjórnunarstöðum í gamla bankanum. Af tíu stjórnendum er aðeins ein kona. Nýtt skipurit hins nýja Kaupþings banka var kynnt í gær. Allir yfirmenn hins nýja banka - fyrir utan nýráðinn bankastjóra - sátu áður í stjórnunarstöðum í gamla bankanum.

Breskir Icesave innistæðueigendur fá pening sinn til baka

Breskir Icesave innistæðueigendur munu fá allan sinn pening til baka á næstu dögum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Haft eftir fulltrúa breska innlánstryggingasjóðsins að allar innistæður verði greiddar út auk vaxta frá því Landsbankinn var þjóðnýttur í byrjun mánaðarins.

Búast við 15,7 prósenta verðbólgu í október

Greiningardeild Kaupþings spáir því að verðbólga í október reynist 15,7 prósent og hækki þannig um tæp tvö prósentustig á milli mánaða. Nýjar verðbólgutölur verða birtar á mánudag og í hálffimmfréttum Kaupþings kemur fram að greiningardeildin geri ráð fyrir að verðlag hækki um um það bil tvö prósent.

Kaupþingskóngar gætu tapað 281 milljón á starfslokagreiðslum

Í ársskýrslu Kaupþings frá árinu 2007 kemur fram að ef stjórnarformaður og forstjóri bankans segi upp störfum fái þeir greidd laun næstu 12 mánuði. Hætti þeir hinsvegar störfum af öðrum ástæðum fá þeir greidd laun í 48 mánuði frá því að þeir hætta störfum. Steinar Þór Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings þekkir ekki til þessa ákvæðis í samningi forstjórans og stjórnarformannsins og vill ekkert láta eftir sér hafa um málið.

Eik Banki selur hlut sinn í SPRON

Stjórn Eik Bank hefur í dag ákveðið að selja allan hlut félagsins í SPRON hf., samtals 422.450.084 hluti eða sem nemur 8,44% af heildarhlutafé, til Eik Grunnurin.

Eimskip enn á uppleið en Bakkavör féll

Gengi hlutabréfa í Bakkavör skall niður um 23,4 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúm 40 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Century Aluminum, sem féll um 16,7 próent, Icelandair fór niður um 2,75 prósent og Færeyjabanki um 2,69 prósent.

Krónan styrkist eftir aðkomu IMF

Krónan tók kipp eftir að tilkynnt var að ríkisstjórnin hafi formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Krónan styrktist um tvö prósent eftir veikingu í morgun.

Straumur keypti 12 milljónir evra af Samson

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, undir fyrirsögninni „Færðu milljarða fyrir greiðslustöðvun“, er því haldið fram að Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. hafi greitt Samson eignarhaldsfélagi ehf. („Samson“) umtalsverða fjármuni þann 7. október síðastliðinn, sama dag og Samson fékk greiðslustöðvun. Straumur tjáir sig að öllu jöfnu ekki um málefni einstakra viðskiptavina en telur þó að forsíðufrétt Fréttablaðsins gefi tilefni til að upplýsa hið rétta í málinu.

Sjá næstu 50 fréttir