Viðskipti innlent

Norðmenn í biðröð eftir að kaupa notaða bíla á Íslandi

Norðmenn standa nú í biðröð eftir því að kaupa notaða bíla á Íslandi. Þetta kemur fram á vefsíðunni E24.no. Þar er greint frá bílasala frá Björgvin sem er staddur hérlendis og ætlar að kaupa 100 bíla.

Bílasali þessi, Tore Sandven, segir að hann sé ekki á höttunum eftir lúxusbílum heldur venjulegum fjölskysldubílum. Annars er nægt framboð af lúxusbílum á Íslandi en Norðmenn hafi ekki áhuga á að kaupa þá.

Áður hefur komið fram í fréttum að á Íslandi eru nú 8-10.000 notaðir bílar til sölu. Ef hægt væri að flytja þá alla út mætti fá um 25 milljarða kr. fyrir þennan bílaflota.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×