Viðskipti innlent

Engin loforð um bein lán en lánalínur auknar á Norðurlöndunum

MYND/HARI

Geir Haarde forsætisráðherra fékk engin loforð um bein lán eða fé frá hinum forsætisráðherrum Norðurlandanna á fundi þeirra í gærdag. Hinsvegar er ætlun hinna Norðurlandanna að auka við þær lánalínur sem Seðlabanki Íslands hefur þegar til seðlabanka Norðrulanda.

Þetta kemur fram í viðtali norska blaðsins Verdens Gang við Jens Stoltenberg forsætisráðherra landsins. Og eins og fram hefur komið hér á visir.is munu lánalínurnar ekki verða auknar fyrr en sérstakur starfshópur frá Norðurlöndunum hefur skoðað stöðuna á Íslandi.

"Við erum að ræða mörguleikann á að auka við þá lánalínu sem Ísland hefur haft í Noregsbanka frá því í vor og gildir fram að áramótum," segir Stoltenberg. "Þetta verður skoðað í samhengi við samning þann sem Ísland gerði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á föstudaginn var."

Stoltenberg bendir á að seðlabankarnir á hinum Norðurlöndunum þurfi meir en eina helgi til að taka afstöðu til óska Íslendinga.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×