Viðskipti innlent

Samskip dregur úr flutningum til Íslands

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa.
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa.

Samskip hefur ákveðið að draga úr flutningum og ferðum sínum til Íslands. Þjónustan mun dragast saman um allt að fjórðung.

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, sagði í símaviðtali við fréttagáttina Lloyd´s í dag að fyrirtækið hafi sloppið að mestu við það fjármálaóviður sem nú gengur fyrir Ísland. ,,Við áttum von á þessu og vorum búin að undirbúa okkur."

Þrátt fyrir að Ólafur segir að staða Samskipa sé sterk og að fjármálakreppan hafi ekki áhrif á fyrirtækið er ekki hægt að segja það sama um Ólaf sem hefur fundið fyrir kreppunni.

Egla Invest BV, fyrirtæki í eigu Ólafs, átti 9,88% hlut í Kaupþingi sem var metin á 47,8 milljarða króna og þurrkaðist út þegar bankinn var þjóðnýttur á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×