Viðskipti innlent

Bakkavör á athugunarlista vegna viðtals í Markaðinum

Bakkavör hefur verið fært á athugunarlista Kauphallarinnar á grundvelli laga um fyrirtöku hlutabréfa til viðskipta.

 

Í tilkynningu um málið segir að þetta sé gert vegna umtalsverðrar óvissu varðandi félagið og verðmyndun fjármálagerninga þess.

 

Kauphöllin telur hættu á ójafnræði meðal fjárfesta í kjölfar sjónvarpsviðtals við stjórnarformann félagsins.

 

Í viðtalinu ræðir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, m.a. um kaupin á hlut félagsins út úr Existu sem hann segir róa nú lífróður fyrir tilveru sinni.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×