Viðskipti innlent

Forstjóra Auðar Capital var boðin forstjórastaða Nýja Kaupþings

Kristín Pétursdóttir er forstjóri Auðar Capital.
Kristín Pétursdóttir er forstjóri Auðar Capital.

Kristínu Pétursdóttur, forstjóra Auðar Capital, var boðin forstjórastaðan í Nýja Kaupþingi þegar hann tók til starfa. Þetta kom fram í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Kristín hafnaði boðinu og segist vera ánægð í því starfi sem hún gegni núna. Finnur Sveinbjörnsson, sem gegnt hafði starfi formanns skilanefndar fyrir gamla bankann, var svo ráðinn bankastjóri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×