Viðskipti innlent

Gjaldfelldu lán án tafar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
William Fall forstjóri og Björgólfur Thor Björgólffson, stjórnarformaður Straums.
William Fall forstjóri og Björgólfur Thor Björgólffson, stjórnarformaður Straums. Fréttablaðið/Anton
Aðstoðarmaður Samson eignarhaldsfélags í greiðslustöðvun þess hefur gert fyrirvara við réttmæti skuldajöfnunar Straums-Burðaráss við félagið, að því er fram kemur í tilkynningu sem Straumur sendi frá sér í gær.

„Þann 6. október síðastliðinn keypti Straumur 12 milljónir evra af Samson, sem voru hluti af reiðufjárinnistæðu félagsins hjá Straumi, fyrir tæpa tvo milljarða króna,“ segir í tilkynningunni og áréttað að um eðlileg gjaldeyriskaup hafi verið að ræða.

„Þegar Samson eignarhaldsfélag ehf. óskaði eftir greiðslustöðvun gjaldfelldi Straumur án tafar lán til félagsins með höfuðstólsfjárhæð 4,7 milljarða króna.

Í framhaldi af því lýsti Straumur yfir skuldajöfnuði á eftirstandandi reiðufjárinnistæðu félagsins hjá Straumi að upphæð 19 milljónir evra, eða 2,5 milljarða króna, til lækkunar á áðurnefndu láni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×