Fleiri fréttir

Krónan veikist um tæp 1,7 prósent

Krónan hefur veikst um 1,7 prósent í dag miðað við dagslokagengi hennar í gær og stendur gengisvísitalan nú í 206,2 stigum. Lægt hefur verið á gjaldeyrismarkaði en Reuter greindi í gær frá einum viðskiptum með krónur á erlendum markaði. Gengisvísitala krónunnar þar var 270 stig.

Atorka samþykkir afskráningu úr kauphöllinni

Hluthafafundur í Atorku, sem haldinn var í gær, samþykkti tillögu um að stjórn félagsins yrði falið að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr kauphöllinn á Íslandi.

Færðu milljarða fyrir greiðslustöðvun

Sama dag og Samson eignarhaldsfélag fékk greiðslustöðvun, 7. október síðastliðinn, gerði Straumur-Burðarás upp kröfur og skuldir við félagið. Greiddir voru tæpir tveir milljarðar króna til Samson. Samson eignarhaldsfélag átti um 40 prósent í Landsbankanum og fór fram á greiðslustöðvunina eftir að ríkið tók bankann yfir. Straumur er í ríflega þriðjungseigu Samson Global Holdings. Samson eignarhaldsfélag og Samson Global Holdings eru bæði í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Segja Sterling selt á næstu dögum

Íslenskir eigendur danska flugfélagsins Sterling eiga nú í viðræðum um sölu á því og er búist við því að samningar náist næstu daga. Þetta kemur fram á fréttavef Jótlandspóstsins og er vitnað í heimildarmenn sem þekki vel til málsins.

Eimskip semur við skuldabréfaeigendur um að gjaldfella ekki kröfur

Eimskip hefur samið við 95 prósent skuldabréfaeigenda í tveimur flokkum félagsins um að gjaldfella ekki kröfu sína á meðan unnið er að sölu eigna félagsins og endurskipulagningu þess. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að áfram verði reynt að ná samningi við þann hluta eigenda skuldabréfa sem hafi ekki samið við félagið.

Nýherji tapar 262 milljónum

Nýherji tapaði tæpum 262 milljónum króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær.

Atorka samþykkir afskráningu

Hluthafar í Atorka samþykktu fyrr í dag tillögu stjórnar félagsins um afskráningu þess úr Kauphöll Íslands. Atorka Group mun því líklega bætast við hóp þeirra fjölmörgu félaga sem horfið hafa af markaði á þessu stormasama ári. Alls hafa átta fyrirtækið horfið af markaði á árinu, 365 hf., Flaga Group, FL Group, Icelandic Group, Teymi og TM auk Glitnis og Landsbankans. Einnig má reikna með að tvö önnur félög, Atorka og Vinnslustöðin, bætist í þann hóp. Þá hyggst stjórn Existu leggja það til við hluthafafund, sem haldinn verður í næstu viku, að félagið verði afskráð úr Kauphöll og mögulega mun Kaupþing óska eftir því að bréf félagsins verði tekin úr viðskiptum líkt og gerðist í tilfellum hinna viðskiptabankanna.

Aðeins Eimskip hækkaði í Kauphöllinni

Eimskip sigli eitt á grænum sjó í Kauphöllinni í dag en gengi bréfa þess hækkaði um 0,82 prósent. Á sama tíma skelltist Atorka Group niður um 16,25 prósent og gengi bréfa í Century Aluminum um 12,34 prósent.

Staumur kaupir nafnið Teathers

Straumur-Burðarás hefur samið við umsjónaraðila breska verðbréfa- og ráðgjafarfyrirtækisins Teathers Limited sem er í greiðslustöðvun, um kaup á nafninu „Teathers", ásamt tilteknum eignum sem lúta að rekstri starfseminnar.

Þýskir bankar eiga þriðjung af erlendum skuldum bankanna

Þýskir bankar voru lánardrottnar að baki tæplega þriðjungi af erlendum skuldum íslenskra banka og annarra hérlendra fyrirtækja um mitt ár. Alls námu kröfur þeirra á hendur íslenskum skuldurum ríflega 21 milljörðum dollara, sem samsvarar rétt um 2.500 milljörðum kr. miðað við skráð gengi Seðlabanka.

Atorka fellur um rúm tólf prósent

Gengi hltuabréfa í Atorku Group féll um 12,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á markaðnum. Ein viðskipti voru með bréf í Marel Food Systems í dag, eða fyrir rétt rúmlega sjö milljónir króna. Heildarviðskipti í Kauphöllinni nema 7,4 milljónum. Heildarviðskiptin voru sex talsins í byrjun dags.

LÍÚ furðar sig á að Danir leiti til ESB vegna makrílveiða Íslendinga

"Ég átta mig ekki alveg á því af hverju Danirnir eru að biðja Evrópusambandið um að hlutast til um hvernig við högum veiðum á deilistofnum innan okkar landhelgi. ESB hefur ekkert um það segja þannig að þetta fellur um sjálft sig," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ á vefsíðu samtakanna.

Neita að greiða fyrir Glitni í Noregi vegna Eksportfinans

Forsvarsmenn Sambands sparisjóða í Noregi, sem keyptu Glitni þar í landi á dögunum, neita að reiða fram nokkurt fé fyrr enn lausn sé komin í mál úflutningsbankastofnunar ríkis og fjármála fyrirtækja í Noegi, Eksportfinans.

Bauhaus segir upp fólki

Flestu starfsfólki sem Bauhaus hafði ráðið til að undirbúa opnun verslunar undir Úlfarsfelli hefur verið sagt upp störfum.

Brýnast að eyða óvissu starfsmanna

Stjórn Nýja Kaupþings hefur ráðið Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra. Starfsmönnum var tilkynnt um ráðninguna með tölvupósti snemma dags í gær. Finni var boðinn starfinn kvöldinu áður, en hann hefur störf í dag.

Nýi Landsbankinn langstærstur

Nýi Landsbankinn er nú langstærstur bankanna þriggja sem voru þjóðnýttir. Heildareignir bankans nema nú um 2.300 milljörðum króna og eigið fé nemur 200 milljörðum króna.

Vonast til þess að leysa mál Eksporfinans sem fyrst

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis banka hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd skilanefndarinnar. Þar er fjallað um fréttir sem birst hafa í dag þess efnis að Eksporfinans hafi kært gamla Glitni banka.

Krónan veikist um 1,1 prósent

Krónan veiktist um 1,1 prósent í dag eftir nokkra kyrrstöðu undanfarið. Gengisvísitalan stendur í 203,65 stigum.

Bakkavör hífir Úrvalsvísitöluna upp

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 40 prósent í tíu viðskiptum upp á rúm 780 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkun dagsins.

Enn er hægt að hagnast á viðskiptum í kauphöllinni

Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hér sé meir og minna hruninn er enn hægt að hagnast á viðskiptum í kauphöllinni. Tölurnar eru að vísu snöggtum minni en á velmektarárunum hér áður fyrr en menn geta enn grætt milljón hér og milljón þar.

Marel hækkaði mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 0,85 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og er það mesta hækkunin nú. Bréf Icelandair Group fóru upp um 2,11 prósent í upphafi dags en gáfu fljótlega eftir.

Norðmenn kæra Glitni fyrir fjárdrátt

Norðmenn hafa kært Glitni fyrir að stinga undan sjö milljörðum íslenskra króna eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans, en ekki til upphaflegs lánardrottins.

Bankahólfið: Fá peninginn án flotaaðstoðar

„Hrun íslenska hagkerfisins hefur verið ófögur sjón og hið versta er að breskir sparifjáreigendur virðast hafa tapað á öllu saman," sagði nýverið í sunnudagsblaði The Times. Blaðið benti þó á að fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði nokkuð gott og kvað Breta geta „endurheimt eitthvað af peningum sínum og það án þess að senda flotann á vettvang".

Borgun leiðréttir um fimm prósent

Borgun, aðalleyfishafi Mastercard hér á landi, hefur leiðrétt kortagengi hjá þeim sem notuðu kort sín erlendis hinn 7. október, um fimm prósent. Með því mun gengi Borgunar og Valitors þá dagana vera svipað.

Hefðbundinn matur í sókn

Kaupmenn þykjast merkja breytta hegðun landsmanna í matarinnkaupum sökum efnahagslægðarinnar sem nú ríki. Á þessu vekur Bændablaðið athygli í forsíðufrétt þar sem rætt er við Pétur Allan Guðmundsson, kaupmann í Melabúðinni. Hann segir samdrátt í margvíslegri munaðarvöru, en kveðst þó ekki merkja að fólk sé almennt að færa sig frá innfluttum varningi í innlendan „þó megi sjá mjög ákveðna sókn í hefðbundinn íslenskan mat – heimilismatinn – eins og slátur, svið og súpukjötið“, hefur Bændablaðið eftir Pétri.

Líkin hrannast upp í Bretlandi

Lík hrannast nú upp í líkhúsum í Bretlandi, en fjármálakreppan þar í landi hefur gert að verkum að aðstandendum gengur illa að selja eignir úr dánarbúum til að greiða fyrir útför ættingja sinna. Hið opinbera veitir nærri 900 evra styrk til greftrunar, en seinagangur og skriffinnska í breska ríkisbákninu gerir að verkum að greiðslur berast seint.

Þekking fjármálafólksins virkjuð

„Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Af sprotum sprettur ný framtíð

„Það er fullt af tækifærum," segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Hann mælir með því að fólk hætti að horfa til fortíðar, brjóti baksýnisspegilinn og gefi í fram á veg. Hann segir ekkert að óttast.

Bretar lána Íslendingum 582 milljarða til að standa skil á Icesave

Breska fjármálaráðuneytið er að leggja lokahönd á lán til Íslendinga upp á þrjá milljarða punda, eða um 582 milljarða íslenskra króna. Þetta er fullyrt í breska viðskiptablaðinu Financial Times í kvöld. Þar er sagt að lánið sé hugsað til þess að íslensk yfirvöld geti staðið skil á skuldum vegna innlána breskra sparifjáreigenda hjá Icesave. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld er von á sendinefnd frá breska fjármálaráðuneytinu til landsins í vikunni og segir FT að tilgangur ferðarinnar sé að ganga frá skilmálum lánsins og hefur það eftir íslenskum ráðamönnum.

Saga Capital bregst við veðkalli - Ákvörðun FME kemur verulega á óvart

Saga Capital hefur í dag orðið við veðkalli Seðlabanka Íslands frá því í gær og lagt fram viðbótarveð í formi reiðufjár og ríkisskuldabréfa í samræmi við reglur Seðlabankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en í henni undrast forstjóri Saga Capital ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.

Um 20 milljarða króna viðsnúningur hjá sveitarfélögum vegna lóðaskila

Sveitarfélögin á landinu berjast nú við mikinn vanda í kjölfar efnahagsástandsins í landinu. Sem dæmi má nefna að talið er að endurgreiðsla á lóðum og byggingarrétti muni valda 20 milljarða kr. viðsnúningi í bókhaldi sveitarfélaganna þar sem félögin höfðu áður reiknað með þessu sem tekjum.

Kaupþing segir lífeyriseigur tryggar

Inneign sjóðfélaga í lífeyrisafurðum Kaupþings er aðskilin eignum bankans og ekki er hægt að ráðstafa henni upp í skuldbindingar bankans. Þetta þýðir að eignir sjóðanna eru eignir sjóðfélaga en ekki bankans. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Kaupþingi í ljósi þess að Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir rekstur Kaupþings.

Eimskip hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 6,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi Össur, sem hækkaði um 3,35 prónset, Century Aluminum fór upp um 0,85 prósent, Bakkavör um 0,79 prósent og Færeyjabanki um 0,32 prósent.

Hitaveitugull lagt inn í Sparisjóðinn í Keflavík

Grindavíkurkaupstaður færði í gær 2 milljarða kr. inn á reikning í Sparisjóðnum í Keflavík en bæjarfélagið hefur verið með um 4 milljarða kr. inn á innlánsreikningi í Landsbankanum eftir sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja fyrr á árinu. Víkurfréttir greina frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir