Viðskipti innlent

Breskir Icesave innistæðueigendur fá pening sinn til baka

Icesave var í eigu Landsbankans.
Icesave var í eigu Landsbankans.

Breskir Icesave innistæðueigendur munu fá allan sinn pening til baka á næstu dögum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Haft eftir fulltrúa breska innlánstryggingasjóðsins að allar innistæður verði greiddar út auk vaxta frá því Landsbankinn var þjóðnýttur í byrjun mánaðarins.

Bresk stjórnvöld hafa þrýst á íslendinga að ábyrgjast allar innistæður á Icesave reikningunum upp á 600 milljarða króna. Sendinefnd á þeirra vegum kom hingað til lands í vikunni sem leið til að ræða við íslensk stjórnvöld en viðræður skiluðu engum árangri. Íslensk stjórnvöld telja að kröfur breta séu langt umfram það sem EES-samningurinn kveður á um.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×