Viðskipti innlent

Össur skilar mjög góðu uppgjöri

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar hf. nam tæpum fjórtán milljónum dollara, eða rúmlega 1,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi, samanborðið við tvær milljónir á sama tímabili í fyrra.

Hagnaðurinn hefur því sjöfaldast á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaðurinn röskum 24 milljónum dollara samanborið við tæplega eina milljón á sama tímabili í fyrra.

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segi rað ekki sé gert ráð fyrir að sveiflur á fjármálamökruðum muni hafa veruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem það starfi innan heilbrigðisgeirans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×