Viðskipti innlent

Borgin átti rúma fjóra milljarða í peningamarkaðssjóðum

Reykjavíkurborg átti 4,1 milljarð í peningamarkaðssjóðum Landsbankans, en óskað var eftir að þeir fjármunir yrðu dregnir úr sjóðunum vikuna áður en þeir lokuðust og festir í ríkistengd bréf.

Tilkynning var send frá bankanum um að viðskiptin hefðu átt sér stað, en daginn eftir var send tilkynning um hið gangstæða. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar segir að nú sé beðið svars frá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins sem staðfesti að gjörningurinn hafi átt sér stað. Hann segir lausafjárðstöðu Reykjavíkurborgar sterka og fullyrðir að þetta muni ekki hamla starfi hennar.

Hann segir jafnframt að greiningardeild Fjármálasviðs hafi séð mikinn fjármálalegan óróa vikurnar fyrir fall bankanna og því hafi fyrrgreind ákvörðun verið tekin um að koma fjármunum borgarinnar í öruggt skjól.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×