Viðskipti innlent

Neita ábyrgð á falli Kaupþings

Tilvísun Gordon Brown í stórfelldar tilfærslur á fjármagni frá Bretlandi til Íslands dögum fyrir fall bankanna átti ekki við um Landsbankann. Þarna var átt við aðra íslenska fjármálastofnun sem nafngreind var af hálfu opinberra aðila hérlendis. Landsbankinn var þvert á móti síðustu dagana fyrir aðgerðirnar að færa fjármagn til útibúsins í London, meðal annars til að greiða fyrir útflæði sem varð úr Icesave eftir þjóðnýtingu Glitnis. Þetta segir í orðsendingu sem Landsbankinn sendi frá sér rétt í þessu.

Í orðsendingunni segir að aðgerðir breskra yfirvalda gagnvart Kaupþingi í London hafi ekki tengst Landsbankanum beint. Hins vegar sé ljóst að erfiðleikar í rekstri eins kerfisbanka í litlu landi leiði til erfiðleika fyri hina bankana og því hafi farið keðjuverkun í gang sem hafi skaðað alla. Grundvallarvandinn hafi verið hin alþjóðlega kreppa, viljaleysi stærri seðlabanka að styðja viðleitni Seðlabanka Íslands við að styðja fjármálakerfið hér og beinlínis óvinveittum aðgerðum Breta.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa yfirlýsinguna.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×