Viðskipti innlent

Seðlabankinn virðist vera að tapa gríðarlega á FIH-bankanum

Seðlabanki Íslands virðist vera að tapa gríðarlegum fjárhæðum vegna veðs sem bankinn á í FIH-bankanum í Danmörku, jafnvel allt að 200 milljónum evra eða 30 milljörðum króna. FIH er til sölu og mun JPMorgan veita aðstoð í söluferlinu.

Eins og kunnugt er lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljónir evra skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lán þetta var með veði í FIH-bankanum.

Á vefsíðunni Merger Markets er fjallað um söluna á FIH og þar segir að líklegt verð á bankanum sé á bilinu 268 til 537 milljónir evra. Þegar Seðlabankinn veitt Kaupþingi framangreint lán var söluverðmæti FIH metið á 940 milljónir evra.

Talið er að FIH verði seldur í næsta mánuði en Merger Markets telur að Kaupþing ætli að selja bankann í skyndi. Hugsanlegir kaupendur að FIH eru taldir vera Nordea, SEB og Danish Nykredit en DnB NOR og Danske Bank og Swedbank gætu einnig gert tilboð í FIH.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×