Viðskipti innlent

Hugmyndin um að færa Kaupþing úr landi var á umræðustigi

Hugmyndin um að færa Kaupþing banka úr landi var komin á umræðustig þegar bankinn féll. Þetta sagði Lýður Guðmundsson, kenndur við Bakkavör, í samtali við Björn Inga Hrafnsson á Markaðnum í morgun. Hann viðurkenndi að það hefðu verið mistök að að færa bankann ekki úr landi þegar umsókn um að færa mynt bankans í evru var hafnað.

„Fyrirtækin okkar eru flest hver í ágætri stöðu," sagði Lýður. Þar á hann einna helst við Símann, VÍS og Lýsingu. Hann sagði þó að Bakkavör hefði orðið fyrir gríðarlegu höggi þegar Kaupþing féll. Exista heyi lífróður enda hafi félagið tapað 130 milljörðum á einni nóttu. Á meðan bíði starfsfólk félagsins, sem sé 22 þúsund manns, þar af tvö þúsund á Íslandi í algerri óvissu. Lýður segir þó að Exista eigi fyrir launum starfsmanna eins og staðan sé í dag, en óvissan sé mjög mikil.

Þá sagði Lýður að fall Kaupþings banka mætti rekja til þess að hann hafi sogast inn þau vandræði sem Landsbankinn stóð í vegna Icesave.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×