Viðskipti innlent

Sterling selt á morgun eða hinn

Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinsssonar, verður selt á næstu tveimur sólarhringum. Þetta segir Michael T. Hansen, markaðsstjóri félagsins, í samtali við samtali við danska vefinn takeoff.dk.

Tvö tilboð hafa borist í félagið og verður greint frá því á morgun eða hinn hvoru þeirra verður tekið. Norska blaðið Dagbladet fjallar einnig um málið og segir bæði SAS og Norwegian neita því að vera að kaupa félagið. Finnair hefur einnig verið nefnt til sögunnar en talsmenn þess félags hafa einnig neitað því að þeir hafi áhuga á Sterling.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×