Viðskipti innlent

Geir óskar formlega eftir lánum hjá Norðurlandaþjóðunum

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir Haarde forsætisráðherra staðfesti í dag að óskað hafi verið formlega eftir lánum frá hinum Norðurlöndunum Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Helsinki að loknum fundum ráðherra á Norðurlandaráðsþingi.

„Við höfum lagt inn beiðnir til allra landanna," sagði Geir á fundinum en hann vildi ekki gefa upp um hve háar upphæðir væri að ræða. Ástæðu þess sagði Geir vera að hann vildi ekki setja þrýsting á mögulega lánveitendur.

Í viðtali við finnska dagblaðið Helsingin Sanomat sagði Geir að gott væri ef Íslendingum tækist að fá fjóra milljarða dollara til viðbótar við það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lofað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×