Viðskipti innlent

Ísland yfir Tyrkland í stýrivöxtum

Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta í dag úr 12 í 16 prósent.
Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta í dag úr 12 í 16 prósent.
Seðlabanki Íslands er nú með hæstu stýrivexti á lista fjármálasíðunnar fxstreet.com, sem heldur til haga stýrivöxtum í 23 stærri hagkerfum.

Stýrivextir voru í morgun hækkaðir um sex prósent, og standa nú í átján prósentum. Þar með vélaði Ísland toppsæti listans frá Tyrklandi, sem hefur lengi trónað á toppi þessa vafasama lista. Þar eru stýrivextir nú 16.75 prósent.

Þetta þýðir þó í sjálfu sér ekki að Ísland sé með hæstu stýrivexti í heimi, þar sem listi fxstreet er ekki tæmandi. Meðal þeirra landa sem ekki eru á honum er Zimbabwe. Seðlabanki Íslands á enn nokkuð langt í land með að ná stýrivöxtum þar, en þeir eru nú í 8500 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×